Hooverville dagsins í dag...

Ekki í fyrsta skipti...

Mér finnst ég verða meira var við heimilislausa miðað við fyrri ár og einnig virðast fréttir af þeim meira áberandi. Kannski er bara meiri áhugi á þessu vandamáli núna.

Annars hef ég þurft að eiga nokkuð við heimilislausa gegnum tíðina og maður veltir því fyrir sér hvernig þeim mun reiða af er vetrarkuldinn skellur á en hér er ekki óalgengt að vikur líði þar sem frostið fer ekki upp fyrir mínus 10 til 20...

 

Hoooverville...


mbl.is Tjaldbúum fjölgar í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi McCain eitthvað farinn að kalka...?

Mér var bent á undarlega úrklippu af viðtali við McCain fyrr í vikunni. McCain var í útvarpsviðtali við spánska fréttakonu og hann var m.a. spurður hvort hann hefði í hyggju að funda með forsætisráðherra Spánar José Luis Rodríguez Zapatero. Þegar hlustað er á viðtalið hér að neðan þá er augljóst að McCain er gersamlega úti að aka og virðist ekki hafa hugmynd um hver Zapatero sé þó að þeir tveir hafis hist áður. Það virðist sem að hann haldi að um sé að ræða einhvern Suður-Amerískan einræðisherra. Er þetta virkilega maðurinn sem við viljum að taka ákvarðanir fyrir Bandaríkin í utanríkismálum? Ekki er að vænta mikillar hjálpar frá Palin á þessu sviðinu þó svo á góðum degi hún telji sig sjá yfir til Rússlands... Augljóslega kom Zapatero McCain ekki spánskt fyrir sjónir...

Ég bað samstarfskonu mína að hlusta á viðtalið og allt sem hún gat sagt var: "Man, that's one bizarre interview".

 

Til að auka enn frekar á áhyggjur mínar þá sá ég þessa tilvitnun frá McCain varðandi heilbrigðistryggingakerfið í BNA sem tekin er úr nýlegri grein eftir hann (rakst á tilvísun í greinina á NYT og TPM).

Opening up the health insurance market to more vigorous nationwide competition, as we have done over the last decade in banking, would provide more choices of innovative products less burdened by the worst excesses of state-based regulation.

Þessi setning er athyglisverð í ljósi nýliðinna atburða á Wall Street... Er þessi maður í lagi...?

 

Að lokum: Hvað mun McCain - Palin stjórnin kallast?

 

Svar: McPain.

 


Will the real Sarah Palin please stand up...

Brilljant!


Halló! Enginn heima...


Óbærilegur léttleiki kosningabaráttunnar...

Það virðist sem fréttamenn og landslýður hafi vaknað upp við vondan draum þessa helgi og áttað sig á að kosningar snúast um eitthvað annað en svín, varaliti, blackberry og elgi... Nú vill maður fá kjet á beinin og heyra hvernig kandídatar ætla sér að afstýra frekari ekónómískum hörmungum hér vestra.

Hið ágæta rit The Nation (sem reyndar hefur talsverða vinstri slagsíðu og nú Obama slagsíðu...) er með fínan leiðara um að nóg sé komið af þvaðri um ekki neitt og tími kominn til að spyrja frambjóðendur erfiðra spurninga. 

This should be a big election about big issues. The greatest financial crisis since the Depression. Soaring global debt. Collapsing public infrastructure. A broken health care system. Gilded Age inequality. Two disastrous occupations and a failing "war on terror." Yet, until Wall Street imploded this weekend, it seemed as if no one could move the 24/7 mainstream media beyond the trivial. Tired of talking about swine and lipstick, moose and baby bumps? We are.


Snjall þessi McCain...

Gaman að þessu og fínt að fá svona ekkifréttir innan um allar fjármála- og veðurfarshörmungafréttirnar...

 

Vel gert gamli...


mbl.is Uppfinningamaðurinn John McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kvikasilfur í þínum heilsujurtum...?

Það er ekki án áhættu að hella sér út í heilbrigt líferni og brúka alls kyns náttúrulækningameðul. Nýleg rannsókn í tímariti amereríska læknafélagsins, JAMA, hefur leit í ljós að allt að fimmtungur indverskra ayurvedic náttúrulyfja innihalda kvikasilfur, blý og arsenik en umrædd efni eru allt annað en heilsusamleg. Það sem verra er, ef marka má auglýsingar framleiðenda þá voru um 3/4 af þeim lyfjum er innihéldu þessi miður hollu efni framleidd samkvæmt "Good Manufacturing Practices" eða þeim gæðastöðlum er lagðir eru á framleiðslu náttúrulyfja í Bandaríkjunum (og fáir fara víst eftir...).

Að því að mér skilst þá er Þýskaland eitt af fáum löndum sem krefst þess að náttúrulyf séu framleidd samkvæmt ströngum gæðastöðlum og kannski er öruggast að kaupa slíkt þar.

Indverskt náttúrumeðal...


Barracuda...

Hér er ein skemmtileg músíksaga með pólitísku ívafi. Eins og menn kannski hafa tekið eftir þá var Sarah Palin kölluð Sarah barracuda er hún var í körfunni hér um árið. Barracuda er nokkuð skuggalegur og grimmur fiskur en Sara ku hafa verið harðskeytt á vellinum.

Nú hafa repúblíkanar tekið Söru barrakúdu upp á sína arma sem allir vita og á nýafstöðnu þingi Repúblíkana þá var 1977 hinn vel þekkti smellur hljómsveitarinnar Heart, Barracuda, spilaður eftir ræðu McCain.

Nú hafa söngkonur Heart farið fram á að Repúblíkanar hætti að nota lag þeirra og segja að Palin endurspegli á engan hátt skoðanir amerískra kvenna. Þær eru ekki einar um þetta því bæði John Mellencamp og Van Halen hafa farið fram á að McCain hætti að nota lög þeirra á samkomum og í auglýsingaskyni.

"Sarah Palin's views and values in NO WAY represent us as American women. We ask that our song 'Barracuda' no longer be used to promote her image. The song 'Barracuda' was written in the late '70s as a scathing rant against the soulless, corporate nature of the music business, particularly for women. (The 'barracuda' represented the business.) While Heart did not and would not authorize the use of their song at the RNC, there's irony in Republican strategists' choice to make use of it there."

 Palin með ónefndan andstæðing í takinu...

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo lag Heart...


Rödd þagnar...

Konungur bíómyndatraileranna er genginn fyrir ætternisstapa. Don LaFontaine lést í vikunni en hann er kannski ekki mörgum kunnur, að minnsta kosti er nafnið ekki kunnuglegt. LaFontaine hefur hafði hins vegar rödd sem margir þekkja vel. Rödd sem kom fyrir á aragrúa kvikmyndakynninga eða movie trailers.

Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var þegar National Public Radio for að ræða um hann í vikunni. Svo spiluðu þeir klippu með röddinni og maður þekkti hana um leið...

 

Svo er hér ein brilljant Geico auglýsing...


VOOM...

Alveg sá ég sérlega skemmtilega listsýningu í dag. Um var að ræða sýningu Robert Wilson, VOOM Portraits. Nú vissi ég lítið um téðan Wilson fyrir sýninguna en ég veit eilítið meira nú. Kauði hefur víða komið við.

Sýningin er hin sérkennilegasta og er í formi stuttra myndbandslykkja af frægum einstaklingum þar sem þeir koma fyrir við undarlegustu athafnir og segja má að vissulega sé um portrett að ræða. Viðfangsefnið er næsta kyrrt fyrir utan smávægilegar hreyfingar af og til, s.s. auga er blikkað eða fingur hreyfðir . Með þessu er spiluð undarleg tónlist eða margvísleg hljóð. Þarna má sjá þekkta einstaklinga í öðrum hlutverkum s.s. Brad Pitt, Isabellu Rossellini og Willem Dafoe. Sumum spírunum hefur þótt miður að sýningin sé kostuð af háskerpusjónvarpsstöðinni HD Voom og sýni aðallega frægt og fallegt fólk.

Það pirraði mig ekki snifsi og naut ég sýningarinnar í botn og sýndist mér 15 mánaða dóttir mín ekki skemmta sér síður en hún var þó hrædd við Willem Dafoe (en hræddist ekki Peter Stormare - hún hefur sko ekki séð Fargo...).

Allra bestur var Steve Buscemi í súrrealískum slátrarastellingum.

Buscemi og kjetið...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum fyrir stelpurnar - - Brad Pitt á nærunum... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband