Færsluflokkur: Bloggar

The Gonzo-meter og handvaldir en rétttrúaðir amlóðar í áhrifastöðum...

The Gonzometer

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enn virðist vera að fjara undand hinum lánlausa dómsmálaráðherra, Alberto Gonzales. Nú hefur sérlegur ráðgjafi hennar, Monica Goodling, sagt af sér. Monica þessi hefur til þessa verið í einhverskonar undarlegu leyfi frá störfum sem merkilegt nokk, hófst er moldviðrið byrjaði. Hefur hún verið nefnd sem vitni í rannsókninni á hinum pólitísku hreinsunum Bush á sakssóknurum víða um BNA en allt lítur út fyrir að það hafi hún leikið stórt hlutverk. Monica hefur "pleaded the fifth" í þeirri von um að þurfa ekki að mæta fyrir rétt. 

Það er athyglisvert að líta aðeins nánar á feril Monicu, svona rétt til að sjá hversu vel menntaður og snjall maður þarf að vera til að komast í stöðu sérlegs ráðgjafa dómsmálaráðherra BNA, rétt skriðinn yfir þrítugt. Hún hlýtur að vera ákaflega snjöll og vel menntuð kona - eða kannski bara rétt tengd inn í kerfið.

Goodling's background is curious. Now 33, she graduated from Messiah College, an evangelical Christian school, in 1995. After a year at the American University Washington College of Law, she enrolled at Pat Robertson's Regent University Law School in 1996 - the year it received full accreditation from the American Bar Association. She graduated from Regent in 1999. That November, Goodling went to work for the Republican National Committee as a junior research analyst in the opposition research shop. When her boss, Barbara Comstock, left the RNC to head the Office of Public Affairs in the Ashcroft Justice Department, Goodling went with her.

After spending two years in Public Affairs, Goodling was detailed to the U.S. Attorney's Office for the Eastern District of Virginia for a two-year stint in order to get the "field experience" typically required for the attorney general counsel's job. She served only six months. (The head of EDVA at the time was Paul McNulty, who, having since become a deputy attorney general, also played a role in the firing of the eight U.S. attorneys.)

...

Of course there are many smart, dedicated people working as political appointees for Bush. And every administration has its share of people who find their way into jobs for which they have no qualifications - that's the nature of the patronage system.

The gamble patrons make is that it's worth rewarding unqualified loyalists because they will be hidden in the bureaucracy and never become important enough to draw attention. But the Bush administration has lost this wager more times than is becoming; perhaps more times than is conscionable.

What makes the case of Monica Goodling not only unsettling but actually sad, is that put into a job she wasn't qualified for, she participated in bad decisions (i.e., the firings), which then became public - and when the chips were down, she didn't even stay loyal. The president and the attorney general both promised that their employees would come clean with Congress. Other Justice staffers, including McNulty and Kyle Sampson, have at least answered questions.

Heimild: Philadelphia Enquirer (hárbeitt grein!).

 

Monica þessi var undergraduate í Messiah College sem er háskóli alltengdur evangelísku kirkjunni og það er svo sem ekkert við það að athuga. Messiah  er samt trauðla talinn til merkari undergrad skólum BNA þó þar megi vafalítið sækja sér góða menntun. Laganám Monicu er nokkuð merkilegra en það fór fram við þá merku menntastofnun, Regent University, sem stofnaður var af Pat Robertson sem margir kannast við fyrir kristilegan kærleika og umburðarlyndi, s.s. hugmyndir hans um að ráða Hugo Chávez af dögum. Lengi má ræða um hinar kristilegu kærleikshugmyndir Pat Robertsons en annars gerir Wikipedia þeim ágæt skil í umfjöllun sinni (minni þó á að Wikipediu þarf að taka með fyrirvara en meira að segja Conservapedia tínir til nokkur ummæla hans en varast þó að túlka nokkuð eða dæma...). Nóg um hann Pat - í bili...

Ég bendi á frábæra grein í Slate.com í dag þar sem Dahlia Lithwick fjallar um þau áhrif sem skóli Pat Robertsons, Regent University, hefur haft innan stjórnkerfis BNA. Mjög fróðleg en dálítið skuggaleg lýsing og nokkuð í samræmi við það sem áður hefur verið ritað og birt í Boston Globe.  Það er ekki einleikið með frændpotið hjá ráðamönnum hér vestra og mikið gert til að koma rétthugsandi fólki í áhrifastöður.

Goodling is only one of 150 graduates of Regent University currently serving in this administration, as Regent's Web site proclaims proudly, a huge number for a 29-year-old school. Regent estimates that "approximately one out of every six Regent alumni is employed in some form of government work." And that's precisely what its founder desired. The school's motto is "Christian Leadership To Change the World," and the world seems to be changing apace. Former Attorney General John Ashcroft teaches at Regent, and graduates have achieved senior positions in the Bush administration. The express goal is not only to tear down the wall between church and state in America (a "lie of the left," according to Robertson) but also to enmesh the two.

Heimild: Slate.com

Það má svo sem spyrja sig að því hvort þessháttar fólk sé æskilegt í stjórnunarstöður. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að ónytjungar hafa verið valdir í embættisstöður hjá Bush (kannski er nú óréttlátt að kalla Monicu ónytjung).

This is not the first time an unqualified appointee has embarrassed the Bush administration. There have been embarrassing appointments at all levels. The New Republic compiled many of these in a feature dubbed "Hack Watch." Some of the highlights: Patrick Rhode, a local TV anchor and Bush advance man who was appointed as the acting deputy director of FEMA; John Pennington, who received his bachelor's from an unaccredited correspondence school just before being appointed as the Region 10 director of FEMA; Israel Hernandez, a young University of Texas grad who jumped on the Bush gubernatorial campaign in 1994 and rode a string of assistant jobs around Bush until 2005, when he was appointed the "assistant secretary for trade promotion and director general of the U.S. & foreign commercial service" at the Commerce Department.

Heimild: Philadelphia Enquirer (hárbeitt grein!). 

Hver er annars búinn að gleyma ónytjungnum Michael "heck-of-a-job" D. Brown sem leiddi FEMA af styrk og festu gegnum fellibyinn Katrínu...? 

Það skondnasta er þó það að hugsanlega verður Bush minnst fyrir sitt "Monica Problem" rétt eins og fyrirrennari  hans Clinton...


Ítroðsla ómetis og auglýsinga...

Það vakti athygli í fréttum hér vestra í síðustu viku er niðurstöður rannsókna á ruslfæðisauglýsingum í barnasjónvarpi voru birtar. Rannsókn þessi sem framkvæmd var af Kaiser Family Foundation og University of Indiana sýndi það svart á hvítu að blessaðir krakkaormarnir eru bombarderaðir með auglýsingum um kaloríuhlaðið ruslfæði. Þetta kemur svo sem engum á óvart en er vissulega umhugsunarefni í landi þar sem offita barna er vaxandi vandamál (sem einnig virðist vera vandamál á Íslandi). Þeir krakkar sem mest glápa á sjónvarp, þ.e. börn á aldrinum 8-12 ára, munu sjá um 21 auglýsingu á dag eða sem nemur 7600 auglýsingum á ári. Ég get fullvissað ykkur um að ekki er um að ræða auglýsingar á léttmjólk og nýjum gulrótum... Þetta er í samræmi við fyrri rannsókn Institute of Medicine á sama vandamáli (já, ég sé þetta sem stórt og feitt vandamál).

Children 8 to 12 years old watch the most — an average of 21 food ads a day, or more than 7,600 a year, according to the study, released Wednesday by the non-profit Kaiser Family Foundation and conducted with researchers at Indiana University.

The researchers said about a third of commercials aimed at children and teens tout candy and snacks -- fare that is often high in fat and added sugar.

According to the report, on a typical day the average American child aged 8-12 sees:

  • 5 ads for candy and snacks
  • 4 for fast food
  • 4 for soft drinks, including soda
  • 3 for cereal
  • 2 for restaurants
  • 1 for prepared foods
  • 2 for dairy, water and 100% juices, meat, grains, vegetables, or fruit, combined

Another major report on this topic, released in December 2005 by the Institute of Medicine, said that more than $10 billion a year is spent to market foods and beverages to children, mostly for products not considered nutritious. The report called for sweeping changes in the marketing of foods and beverages to children.

"We now have data that conclusively shows kids are seeing an overwhelming number of ads for unhealthy food on all types of TV shows," Sen. Tom Harkin (D-Iowa) said in a statement. "The 'childhood obesity epidemic' isn't just a catchphrase; it's a real public health crisis."

Tilvitnanir að ofan eru frá USA Today, Washington Post og WebMD

Er ekki mál að linni? Nú er ég nokkur andstæðingur forræðishyggju, allavega ef er um að ræða athæfi sem ekki spillir heilsu annarra en þeirra sem athæfið stunda, en er ekki stundum talið rétt að hafa vit fyrir börnum? Augljóslega er ekki hægt að reiða sig á matvælaiðnaðinn eða foreldra. Hér þarf sennilega að koma til afturhalsdssinnuð og rússnesk handstýring en ef það er það sem ég þarf að sætta mig við til að koma í veg fyrir að börnin mín rúlli í spikinu niður Laugaveginn þá segi ég eins og kaninn: "Bring it on!"

Þátttakandi í rannsókninni...?


Ráðamenn éta verðlaunakanínur ætlaðar til undaneldis...

Frétt vikunnar er í Der Spiegel International. Þar segir frá hinum lánlausu undaneldisverðlaunarisakanínum eftirlaunaþegans Karl Szmolinsky. Karl þessi hafði komist í fréttirnar fyrr á árinu er nokkrar ofurkanínur hans voru sendar til sæluríkisins Norður Kóreu en til stóð að rækta undan þeim fleiri slíkar ófreskjur til manneldis. Var um að ræða allt að 10 kílóa flykki, mun stærri en illskeytta kanínan í Monty Python and the Holy Grail. Kanínur svo þéttvaxnar að þær nægðu til að seðja 8 kóreanska svangmaga (mér er ekki kunnugt um að inn í þessa jöfnu sé reiknað þarlent meðlæti).

Upp hefur komist um svik og svindilbrögð. Ráðamenn kóreanskir ku hafa lagt sér verðlaunakanínurnar til munns svo ekkert varð úr ræktuninni. Þeir átu sumsé útsæðið.

Karl brást hinn versti við, fór í blöðin og sagði almenningi frá kanínuraunum sínum og þeirri staðreynd að restina af þeim mátti nú finna í mögum og salernisrotþróm framámanna í N. kóreanska kommúnistaflokknum. Ekki er vitað hvort hinn mildi Kim Jong Il er einn hinna seku. Nú er Karli meinað að ferðast til N. Kóreu að vitja sinna kanína.

He had been due to travel to North Korea after Easter to provide advice on setting up a breeding facility for the rabbits, which can produce around seven kilos of meat.

But his trip was cancelled at short notice. Szmolinsky said he got a call from a North Korean official last Thursday informing him that the trip was off because the government was unhappy with the way in which a local Berlin newspaper had reported about the deal.

Szmolinsky said he suspected Robert I and his fellow bunnies had been eaten by top officials and that that was the real reason why he wasn't getting a visa. "That's an assumption, not an assertion," he added. "But they're not getting any more.

 Ráðamenn neita að hafa étið kanínurnar og bregðast illa við ásökununum.

The North Korean embassy in Berlin denied that the rabbits were dead and said no one at the embassy had contacted Szmolinsky. "The rabbits aren't intended to be eaten, they are for breeding purposes," a spokesman said.

Where are the bunnies? 

Karl með kanínu (eða kanína með Karl...)


Súkkulaðijesú...

Eitthvað hefur aðdragandi páskanna verið þeim kaþólikkunum erfiður. Fyrst var það auðvitað súkkulaðijesúsinn hans Cosimo Cavallaro sem hrelldi þá blessaða. Sjálfum fannst mér þetta hið sniðugasta uppátæki og sérlega páskalegt. Súkkulaðiegg, súkkulaðikanínur og súkkulaðijesús...

Súkkulaðijésús...

Eitthvað féll þetta í grýttan jarðveg og neyddist hann Cósímó til að aflýsa sýningunni á jésúsnum brúna og sæta.  Hann kvað jafnvel hafa fengið dólgslegar upphringingar frá kaþólikkum sem hótuðu honum lífláti og örgustu pínslum til eilífðarnóns við kolamokstur hjá þeim með klaufirnar, hornin og halann. Þar hefði nú súkkulaðijésúsinn orðið hæfur til drykkjar. Það var eins gott að ekki var um að ræða spámanninn Múhameð.

Nú, eftir að Cósímó hrokklaðist á brott frá NY með súkkulaðið, þá hafa víst aðrir boðist til að skjóta skjólshúsi yfir jesúsinn hans. Reyndar minnir þetta allt á lag Tom Waits, Chocolate Jesus.

 

Dont go to church on sunday
Dont get on my knees to pray
Dont memorize the books of the bible
I got my own special way
Bit I know jesus loves me
Maybe just a little bit more

I fall on my knees every sunday
At zerelda lees candy store

Well its got to be a chocolate jesus
Make me feel good inside
Got to be a chocolate jesus
Keep me satisfied

Well I dont want no anna zabba
Dont want no almond joy
There aint nothing better
Suitable for this boy
Well its the only thing
That can pick me up
Better than a cup of gold
See only a chocolate jesus
Can satisfy my soul

(solo)
When the weather gets rough
And its whiskey in the shade
Its best to wrap your savior
Up in cellophane
He flows like the big muddy
But thats ok
Pour him over ice cream
For a nice parfait

Well its got to be a chocolate jesus
Good enough for me
Got to be a chocolate jesus
Good enough for me

Well its got to be a chocolate jesus
Make me feel good inside
Got to be a chocolate jesus
Keep me satisfied

Ekki var hann Waits nú brenndur fyrir það lagið. 

Þegar kaþólskir voru um það bil að jafna sig þá urðu þeir þess áskynja að í Chicago var búið að stilla upp pappajésús í líki Barack Obama. Obama sver af sér tiltækið enda veit ekki á gott að eggja trúaða Bandaríkjamenn til ergelsis, svona rétt fyrir kosningar. 

David Cordero, 24, made the sculpture for his senior show after noticing all the attention Obama has received since he first hinted he may run for the presidency.

"All of this is a response to what I've been witnessing and hearing, this idea that Barack is sort of a potential savior that might come and absolve the country of all its sins," Cordero said. "In a lot of ways it's about caution in assigning all these inflated expectations on one individual, and expecting them to change something that many hands have shaped."

Obamajésús

Þessi jesúsinn mun víst ennþá vera til sýnis en hver veit hve lengi svo verður.

Halliburton says salaam...

Sá þetta á Slate. Kómískt ekki satt og staðfest af sjálfum Halliburton

Halliburton Company (NYSE: HAL) announced today at a regional energy conference in the Kingdom of Bahrain the opening of a corporate headquarters office in the United Arab Emirates.  Halliburton Chairman, President and Chief Executive Officer Dave Lesar will move to Dubai to lead the company’s efforts in growing Halliburton’s business in the Eastern Hemisphere, an important market for the global oil and gas industry.

Hvað á maður að segja? Gróðinn í Asíu greinilega orðinn svo mikill að veruleg eftirsjá er farinn að verða að þeim aurum er Skattmann fær...

Democratic lawmakers, led by Sen. Patrick Leahy, D-Vt., accused the company of dodging taxes and called the move "corporate greed at its worst." How much will Halliburton save in U.S. taxes?Not much, for the time being. Halliburton's headquarters has moved, but the company is still incorporated in Delaware and remains subject to U.S. law and taxes. 


Af kakkalökkum og hrófatildrum á Walter Reed...

Eins og aðrir hafa bent á þá var Kevin Kiley, æðstistrumpur heilbrigðismála hjá hernum látinn taka pokann sinn fyrir skandalinn á Walter Reed hermannaspítalanum. Hann fylgir því í fótspor Weightman og Harvey sem sparkað var í síðustu viku. Þeim er þó nokkur vorkun þó ekki ætli ég að taka upp hanskann fyrir þá. Walter Reed er gamall og hefur jafnvel staðið til að loka honum um nokkuð skeið. Spítalinn sem slíkur mun vera OK en vandamálið er hið mikla flæði særða hermanna sem streymt hafa frá átakasvæðum í Asíu, aðallega Írak. Hafa yfirvöld spítalans þurft að bregða á það ráð að leigja alls kyns húsnæði undir starfsemina til að hýsa hina særðu hermenn, m.a. afdönkuð og músétin hótel.

Þetta er ekkert nýtt og kollegi minn sem vann á spítala sjóhersins í San Diego eftir Víetnamstríðið man eftir svipuðu ástandi þar sem hermenn voru hýstir í hrófatildrum sem slegið var upp og voru varla vistarverur boðlegar mönnum og gekk fyrirbærið undir nafninu the Burma Row og var það hending að læknar höfðu tíma til að ganga þar stofugang. Þetta er samt ótæk þjónusta fyrir menn og konur sem send voru út af örkinni og hættu lífi og limum fyrir lélegan málstað.

Annars er heilbrigðskerfi bandarískra hermanna (Veterans Administration) nokkuð gott og sumir segja það með því betra sem gerist fyrir almenning í Bandaríkjunum og vonandi er að það batni enn frekar eftir að búið er að fletta ofan af þessum skandal þeirra á Walter Reed.


mbl.is Kiley hershöfðingi segir af sér vegna Walter Reed
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikimania og wikidiction...

Er hægt að ánetjast Wikipediu? Svo munu sumir halda fram. Allavega er til eitthvað sem kallast netfíkn og hún ku allsvæsin meðal Kínverja og hafa kínverskir jafnvel beitt raflostum í erfiðum tilfellum.

Menn kváðu jafnvel sitja rauðeygðir upp undir 36 klst á sólarhring við að slá inn og editera Wikipedíufærslur og sumir hafa kallað þetta Wikidiction sem er samsuða á Wikipedia og addiction og hafa sumir sagt að nokkuð hátt hlutfall einstaklinga með þráhyggjuraskanir stundi skrif á Wikipediu.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Wikiprófessor...

Það var svo sem auðvitað að þegar maður er nýbúinn að mæra hina ágætu Wikípedíu þá kemst upp um svindil einn svívirðilegan innan Wikifjölskyldunnar. Einn af ritstjórunum, áberandi varðandi trúmálaumfjöllun ýmis konar, maður sem kosið hefur að koma fram undir dulnefninu Essjay er svindilmenni. Kauði hafði kynnt sig til starfans sem prófessor í trúarbrögðum við ónefndan skóla en reyndist vera strákpjakkur sem m.a. studdist við heimildir sem Catholicism for Dummies og hafði ekkert almennilegt próf undir beltinu. Það sem meira var, hann hafði réttindi stjórnanda og bar sem slíkur vopn á klæði rifrildisseggja og eyddi út vandalisma ýmsum. Þó mátti kauði eiga að hann var víkingur til vinnu og leiðrétti og breytti sem óður væri.

Under the name Essjay, the contributor edited thousands of Wikipedia articles and was once one of the few people with the authority to deal with vandalism and to arbitrate disputes between authors.

To the Wikipedia world, Essjay was a tenured professor of religion at a private university with expertise in canon law, according to his user profile. But in fact, Essjay is a 24-year-old named Ryan Jordan, who attended a number of colleges in Kentucky and lives outside Louisville.

Mr. Jordan’s deception came to public attention last Monday when The New Yorker published a rare editors’ note saying that when it wrote about Essjay as part of a lengthy profile of Wikipedia, “neither we nor Wikipedia knew Essjay’s real name,” and that it took Essjay’s credentials and life experience at face value.

In addition to his professional credentials and work on articles concerning Roman Catholicism, Essjay was described in the magazine’s article, perhaps oddly for a religious scholar, as twice removing a sentence from the entry on the singer Justin Timberlake, which “Essjay knew to be false.”

Hvaða púsl er Essjay?

Einn af stofnendum Wikipediu, Jimmy Wales, reyndi aðgera sem minnst úr þessari vandræðalegu uppákomu og sagði allt í góðu að Essjay hefði siglt undir fölsku flaggi því hann væri maður vandaður og gegnheill að öðru leyti og sérlega duglegur enda hefði hann "editerað" meira en 20 þús greinar innan Wikípedíu. Ekki féll það í góðan jarðveg meðal annarra Wikiverja að sjálfur overboss skyldi verja kauða.

In a statement relayed through Wikipedia’s public relations officer, he [Wales] said that at that time, “Essjay apologized to me and to the community at large for any harm he may have caused, but he was acting in order to protect himself.

“I accepted his apology,” he continued, “because he is now, and has always been, an excellent editor with an exemplary track record.”

But the broad group of Wikipedia users was not so supportive. Mounting anger was expressed in public forums like the user pages of Mr. Wales and Essjay.
 

Síðan sá Wales reyndar að sér og sparkaði Essjayburt með skömm. Bar því við að hann hefði ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins: "...that my past support of Essjay in this matter was fully based on a lack of knowledge about what has been going on."

Svo hæstvirtur Wikiprófessor reyndist vera droppát úr local community college í Kentucky.

Og mórallinn í sögunni er: Þó Wikipedía sé snilld þá eru nokkur morkin epli inni á milli og því ber að brúka alfræðiorðabókina með varúð. 


Orð dagsins...

Alltaf streðar maður við að bæta enskuna. Ekkert er betra til þess en látlaus lestur á bókum og greinum á tungu engilsaxneskri. Það er verst að maður er alltaf að stranda á einhverjum orðum sem maður skilur ekki.

Tvennt hefur hjálpað mér meira en nokkuð annað síðastliðin árin. Fyrst ber að nefna Webster orðabókina en á henni má skrá sig á lista og fá "Orð Dagsins" sem virðist valið af handahófi og sent með tölvupósti til manns. Hverju orði dagsins fylgir orðskýring sem og dæmi um notkun orðsins í almennu máli. Tekur einungis fáeinar sekúndur á dag.

Hitt hjálpartækið er One-Click Answer í boði Answers.com sem er lítið forrit sem fæst sem viðhengi á Firefox (og vafalítið aðra vafra einnig). Maður kveikir á One-Click Answer og er mann rekur í vörðurnar í lestri sínum á enskumælandi vefsíðum og hnýtur um óskiljanlegt orð, þá alt-smellir maður á orðið óskiljanlega og sprettur þá upp lítill gluggi sem skrattinn úr sauðarleggnum og segir þér hvað orðið þýðir. Hreint brilljant forrit og reyndar var áður til svipað forrit á vegum GuruNet/Atomica og þar kynntist ég því fyrir margt löngu.

Alt-Click svarar öllu


Sannkristnir Repúblíkanar svitna í leit sinni að verðugum forsetaframbjóðanda...

Það er aðeins farið að hitna í forsetaframboðskolunum hér vestra. Eins og hinar glöggu frönsku frelsiskartöflur hafa bent á, þá heltist fyrsti kandídat Demókrata, fyrrum ríkisstjórinn minn, hann Tom Vilsack, úr lestinni. Honum varð fljótt ljóst að lítt þýddi að etja kappi við maskínur Billary Clinton og Barack Obama (sem ég sé reyndar sem draumateymið í slagnum framundan).

Repúblíkanar kristnir (og afturhaldssamir) klóra sér í hausnum og velta fyrir sér hver best yrði fallinn til að halda hinum konserfatífa kyndli kristinna gilda á lofti. Segir frá því í New York Times í dag. Komu kristnir því saman og réðu ráðum sínum. Menn sem James C. Dobson og eldklerkurinn Falwell eru að sjálfsögðu uggandi yfir því að verðandi frambjóðendur séu fylgjandi þvílíkri svívirðu sem auknum réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga og hertri byssulöggjöf. Ekki hugnast þeim Rudy Giuliani eða McCain enda hafa þeir sýnt af sér frjálslyndishegðun (þó ekki komi nú allir auga á hana). Mitt Romney er einnig litinn hornauga enda ekki víst að menn séu reiðubúnir fyrir Mormóna í hásætið. Svo ku menn hafa grafið upp þá staðreynd að The Romneys stunduðu fjölkvæni hér áður fyrr.

A group of influential Christian conservatives and their allies emerged from a private meeting at a Florida resort this month dissatisfied with the Republican presidential field and uncertain where to turn.

Many conservatives have already declared their hostility to Senator John McCain of Arizona, who once denounced Christian conservative leaders as “agents of intolerance,” and former Mayor Rudolph W. Giuliani of New York, a liberal on abortion and gay rights issues who has been married three times.

But many were also deeply suspicious of former Gov. Mitt Romney of Massachusetts; the council has been distributing to its members a dossier prepared by a Massachusetts conservative group about liberal elements of his record on abortion, stem cell research, gay rights and gun control. Mr. Romney says he has become more conservative.

Hver verður hinn þóknanlegi kandídat? Menn líta nú til Mike Huckabee, ríkisstjóra Arkansas og fyrrum baptistaklerks í hinu djúpa Suðri en ekki er víst að öllum þóknist hann, t.d. mun Grover Norquist hafa horn í síðu hans vegna skattahækkana er Huckabee stóð fyrir sem ríkisstjóri. 

“There is great anxiety,” said Paul Weyrich, chairman of the Free Congress Foundation and an elder statesman of the conservative movement. “There is no outstanding conservative, and they are all looking for that.”

Weyrich þessi er einn stofnandi The Heritage Foundation og er ötull talsmaður konservatífra gilda innan Repúblíkanaflokksins (og um hann má lesa margt athylisvert í bók David Brock, The Republican Noise Machine).

Annar þóknanlegur kandídat er Sam Brownback sem mun hafa haldið tölu á nýafstaðinni ráðstefnu sannkristinna og hlotið lof fyrir stóryrði um bann gegn hjónabandi samkynhneigðra og takmarkanir fóstureyðinga. Sumum þykir Brownback þó helst til linur gagnvart innflytjendum og ekki nógu einarður í afstöðu sinni gagnvart hinum stórhættulegu múslimum sem einhverra hluta vegna eru mikill þyrnir í augum öfgakristinna...

Hver hlýtur náð fyrir augum Falwell og Dobson? Ég segi Huckabee...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband