Færsluflokkur: Bloggar

Plata vikunnar - Björk og Tavener og fleira.

Plata vikunnar er samantket um John Tavener - A Portrait. Umrædd plata kom út fyrir þremur árum eða svo. Merkilegur kall hann Tavener og sennilega með helstu tónskáldum samtímans.

Tavener þessi er hrifinn af Björk okkar. Svo hrifinn að hann samdi henni tónverk til heiðurs sem nefnist Prayer For the Heart. Með orðum Taveners sjálfs:

I’d heard her voice…it was quite a raw, primordial sound, and I was very attracted to this sound. I thought of the ejaculatory prayer called the “Jesus Prayer” – “Lord Jesus, have mercy on me” – and I set it in three languages: in Coptic, in English, and in Greek. I thought the way she sang it was quite wonderful, and it couldn’t possibly be sung by anybody else but her, or someone with a voice very, very similar to hers. It had nothing of a western-trained voice about it. In fact, it wasn’t trained at all, and this is why I liked it so much, because… it had a savage quality, an untamed quality.  These are qualities that I like…I liked the simplicity of her, I liked the spontaneity of her, and I liked the result that came forth in Prayer of the Heart.

Mæli með þessum diski. Ekki auðmeltur og þarfnast endurtekinnar hlustunar áður en hans er notið til fulls. An acquired taste eins og menn segja...

John Tavener (ekki fann ég myndina af honum með Björk)


Hvenær tapar maður Wikipediuréttindum sínum?

Wikipedia er merkilegt fyrirbæri og hefur hún gjörbreytt upplýsingaöflun margra sem áður reiddu sig á áskriftarsíður s.s. Encyclopaedia Britannica. Sjálfur reiddi ég mig á Britannicu um nokkurra ára skeið uns ég spurði sjálfan mig hví maður væri að greiða $70 á ári fyrir eitthvað sem hægt væri að nálgast án endurgjalds. Nú er það svo að hver sem er getur ritað fyrir Wikipediu og ólíklegt að gæðalöggan hafi tök á að grannskoða hverja færslu. Annars stendur Wikipedia sig nokkuð vel. Nature birti fyrir nokkru óformlega könnun á gæðum Wikipediu og Britannicu. Wikipedia stendur fyllilega uppi í hárinu á EB.

Yet Nature's investigation suggests that Britannica's advantage may not be great, at least when it comes to science entries. In the study, entries were chosen from the websites of Wikipedia and Encyclopaedia Britannica on a broad range of scientific disciplines and sent to a relevant expert for peer review. Each reviewer examined the entry on a single subject from the two encyclopaedias; they were not told which article came from which encyclopaedia. A total of 42 usable reviews were returned out of 50 sent out, and were then examined by Nature's news team.

Only eight serious errors, such as misinterpretations of important concepts, were detected in the pairs of articles reviewed, four from each encyclopaedia. But reviewers also found many factual errors, omissions or misleading statements: 162 and 123 in Wikipedia and Britannica, respectively.

 Að sjálfsögðu fór þetta nokkuð fyrir brjóst Britannicumanna og ekki stóð á svörum þeirra og kölluðu þeir rannsókn Nature "fatally flawed". Þeir Náttúrumenn svöruðu að vonum fyrir sig.

En það var nú ekki það sem ég vildi sagt hafa. Ég rakst á skondna grein í Slate í dag um það hvenær maður verður svo ómerkilegur að að merkilegheitalögga Wikipediu þurrki mann út af síðum sínum. Slíkt kom fyrir dálkahöfund Slate, hann Timothy Noah.

Pass me that whiskey bottle. My Wikipedia bio is about to disappear because I fail to satisfy the "notability guideline."

Wikipedia's notability policy resembles U.S. immigration policy before 9/11: stringent rules, spotty enforcement. To be notable, a Wikipedia topic must be "the subject of multiple, non-trivial published works from sources that are reliable and independent of the subject and of each other." Although I have written or been quoted in such works, I can't say I've ever been the subject of any. And wouldn't you know, some notability cop cruised past my bio and pulled me over. 

Þetta vekur vissulega upp spurningar hvað merkilegt teljist í augum Wikipediu og hvað ekki. Allavega varð þessi grein Noah til þess að Wikipedia hætti snarlega við að þurrka hann út og því má enn finna þar upplýsingar um manninn.


Bók vikunnar - The Elements of Style

Það er ekki auðvelt að skrifa læsilegan texta. Ekki einu sinni á íslensku þó maður sé Íslendingur. Lítið var lagt upp úr þessháttar þekkingu og þjálfun á mínum grunn- og menntaskólaárum og hefur það verið auðsætt í skrifum mínum.

Hvað þá er maður fer að skrifa á ensku. Eitt er að spjalla um Minnesótafrostið og fótbolta þegar beðið er eftir kaffinu á Starbucks. Það er létt. Verra er að skrifa eitthvað sem mun koma fyrir augu þúsunda manna (og kvenna). Þúsunda gagnrýninna manna. Fyrsta skiptið er ég skrifaði almennilegt bréf upp á enska tungu, var er ég sótti um háskólavist hér vestra. Ferilskráin var auðveld en öllu erfiðara reyndist að hósta upp s.k. Personal Statement (PS) en það er eins konar yfirlýsing um hvað maður sé guðdómlega snjall og mikill efniviður og af hverju það væri óðs manns æði að neita manni um skólavist.

Mér fanns sem ég hefði skilað góðu dagsverki að loknum skriftum á mínu PS. Allavega komst ég inn. Fann svo ritsmíðina um dagin og þvílík hörmung! Undarlegt að maður komst að. Kannski vildu þeir sjá svona mann er ritaði svona þvælu og sáu svo aumur á mér og hleyptu mér inn fyrst ég var kominn alla leið inn á sléttuna.

Nú sit ég og skrifa. Skrifa þurrar vísindagreinar en í slíkum skrifum er ekki rúm fyrir húmor og helst skyldi nota knappan og beinskeyttan stíl. Erfitt mál. Sérstaklega útlendingum með litla endógen tungumálahæfileika. Ritstjórar blaða eru miskunnarlausir. Ef fyrstu setningarnar eru þokukenndar og lítt grípandi, þá fer handritið í tunnuna. Hvað er til ráða? Lítill bæklingur, ritaður fyrir nær öld síðan (allavega fyrstu drögin). The Elements of Style eftir Strunk og White. Hreint frábær bók og hverrar krónu virði. Eins og sagt er, algert möst have. Fimm stjörnur.

Þú er bara að vona að innihald greinanna sé áhugavert og ritstjórar í góðu skapi...

Elements of Style


Af frjósemi westuríslendinga í Minnesóta...

Sinni hér með skyldu minni sem fréttaveita frá suðausturhorni Minnisóta. Hér hefur fjölgað í Íslendingahópnum en fyrir sólarhring fæddist vinafjölskyldu okkar hálfíslenskri, einn fríður sveinn og ber sá nafnið Haraldur Tómas. Ekki er langt síðan (einungis 7 vikur) við bættum henni Steinunni Eddu í Íslendingahópinn. Hver segir að Íslendingar erlendis fjölgi sér ekki?

Það stefnir allt í að við Íslendingarnir náum undirtökunum hér í suðausturhorninu.

Skyldu hérlendir Frjálslyndir vita af þessari óstöðvandi Íslendingafjölgun?

Steinunn Edda hin ameríska - ekki hafa verið birtar myndir af hinum nýfædda Haraldi Tómasi


Um gjaldskrárhækkanir sem lítillega eru umfram verðbólgu...

Þá á að draga enn eitt spilið fram úr erminni til að sporna við flóði innflytjenda. Bush og hans slekti hafa lagt til að gjald það er löglegum innflytjendum ber að greiða er þeir sækja um græna kortið, hækki úr rúmum 300 dölum í ríflega 900 dali. Segja má að þetta sé lítillega umfram verðbólgu. Kannski að hér sé komið enn eitt baráttumálið handa frjálslyndum...

Under the plan, announced yesterday by Emilio Gonzalez, director of U.S. Citizenship and Immigration Services, the government would charge $905 -- up from $325 -- to apply for a green card or to adjust residency status. Immigrants with green cards would have to pay $595 to become naturalized citizens, a $265 increase. The cost of bringing a foreign fiance to the United States would more than double, to $455.

Ég mun hugsa hlýlega til hans er ég reiði fram þykkan bunkann af krumpuðum 20 dollaraseðlum á næstu árum er kemur að því að ég verði gjaldgengur til þess að sækja um kortið góða. 

Það er mál manna að þetta útspil sé ólíklegt til að sporna við aukningu innflytjenda þar eð það beinist fyrst og fremst gegn löglegum innflytjendum. Það er stundum eins og ráðamenn vilji gera allt til að fæla frá ærlega erlenda borgara. Var ekki einhver að tala um brain drain?


Elgshöfuð kemur nemanda í koll...

Nemandi nokkur við Penn State University hefur stefnt sinni menntastofnun fyrir vanrækslu við gæslu og veggfestingu elgshöfuðs sem féll af vegg skólastofu og í höfuð stúdínunni þá hún rýndi í míkróskóp. Hlaut hún af þessu nokkrar höfuðkvalir sem og und nokkra á sjálfsvirðingu. Minnti um margt á Óskar Björnsson, mag. scient., þann er varð fyrir því óláni að fá L-ið úr "EFLA" úr setningunni "vísindin efla alla dáð" í höfuðið þá hann gekk inn í hátíðarsal Háskóla Íslands til að verja doktorsritgerð sína. Ærðist Óskar eftir atvikið og lagði eftir það stund á rannsóknir á borðtuskulykt.

Við skulum vona að ekki fari jafn illa fyrir stúdínunni frá Pennsylvaníu.

 

Höfuð elgs nokkurs - ekki veggfast...


Um útlit þeirra er nú til dags spila sígilda tónlist...

Það hefur ekki farið fram hjá aðdáendum sígildrar tónlistar að hin seinni ár virðist sem fallegra fólk hafi hneigst til flutnings slíkrar tónlistar eða það sem ólíklegra er, að útgáfufyrirtæki hampi hinum fallegu frekar... Tounge

Þetta virðist mér hafa verið meira áberandi á fjölunum og sem dæmi hefi ég á síðari árum séð föngulega listamenn á sviðinu s.s. Leilu Josefovicz, Leif Ove Andsnes, Hilary Hahn og Joshua Bell. Eru svo ótaldir aðrir sem ekki hafa drepið niður fæti í nánd við mig s.s. Hélène Grimaud, Roberto Alagna (og spúsa hans, Angela Gheorghiu) og Alison Balsom. Tímaritið Gramophone keppir nú að því er virðist við Cosmopolitan, Elle og Sports Illustrated í birtingu eggjandi mynda af föngulegum fljóðum og glæsisveinum. Þetta var öðruvísi er hún amma mín var að kynna mig fyrir klassískri tónlist gegnum gufuna og gamla grammófóninn en þá hlustuðum við á David Oistrakh, Wanda Landowska og Otto Klemperer. Ég er ekki viss um að nokkuð þeirra hefði verið í essinu sínu á sundbol eða grunnum buxum (nema kannski Klemperer í einni af maníunum sínum), enda birtust öngvar slíkar myndir af þeim í gljáblaðatímaritum.

Nú má svo sem segja að fegurð sé afstæð (sem hún auðvitað er) og það að ekki ætti að láta útlit listamanna skipta máli. Menn (og konur) mér greindari og fróðari gætu sennilega látið móðan mása um kosti og galla þeirrar stefnu að sækjast eftir fallegum listamönnum en ég læt mér nægja að hlusta á músíkina og ef um er að ræða afburða listafólk, þá er hraustlegt og gott útlit ekkert nema bónus sem ber að gleðjast yfir.

Wanda Landowska Helene Grimaud

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

David Oistrakh bell_joshua


Þá er komin lækningin við reykingafíkninni - bara að fá heilablóðfall...

Heilinn er margslunginn og starfsemi hans verður sennilega seint skilin til fulls. Nú hafa vísindamenn frá Kaliforníu og mínu gamla alma mater, University of Iowa, fundið það út að heilablóðfall sem orsakar drep á völdum stað í heilanum, getur drepið löngun manna í sígarettur. Þessu er sagt frá í Science sem og í NY Times

Scientists studying stroke patients are reporting today that an injury to a specific part of the brain, near the ear, can instantly and permanently break a smoking habit. People with the injury who stopped smoking found that their bodies, as one man put it, “forgot the urge to smoke.”

“There’s a whole neural circuit critical to maintaining addiction, but if you knock out this one area, it appears to wipe out the behavior,” said Dr. Antoine Bechara, a senior author of the new paper, who is a neuroscientist at the Brain and Creativity Institute at U.S.C. His co-authors were Dr. Hanna Damasio, also of U.S.C., and Nasir Naqvi and David Rudrauf of the University of Iowa.

Tekið er fram að rannsóknin sé lítil og ekki hægt að alhæfa út frá þetta fáum sjúklingum og vonandi verður hægt að brúka þessa þekkingu mönnunum til góðs einhvern daginn. Manni finnst það svona fulldrastískt að þurfa að fá heilablóðfall til að geta hætt að reykja.

 Annars gerðu Rússar (og reyndar Bandaríkjamenn einnig) talsvert af því að skemma heilastöðvar í "lækningalegum" tilgangi hér áður fyrr. T.d. var reynt að afglæpa glæpamenn með að hræra í framheilanum með e.k. eggjaþeytara sem stungið var upp í nefið og uppí heila (svo nokkuð sé nú ýkt í frásögnum...). António Egas Moniz hinn portúgalski var faðir þeirra aðgerða og það er interressant að einn af höfundum greinarinnar, hún Hanna Damasio, sem áður var ásamt bónda sínum Antonio, prófessor við U of Iowa, er einnig frá Portúgal. Meira um þessa skelfilegu heilaaðgerðir síðar...

Þeim sem vilja fræðast frekar um þessháttar innankúpu- og heilakrukk er samt bent á hina frábæru bók Jack El-Hai, The Lobotomist: A Maverick Medical Genius and His Tragic Quest to Rid the World of Mental Illness.


Sinfóníur Prókófíevs og löngunin til að skalla einhvern...

Það er hægt að fá overdose af Prókófíev. Ég segi það satt. Búinn að eyða síðustu dögum í að slá skraufþurrar upplýsingar í gagnabanka sem ég er að útbúa, akademískum framgangi mínum til framdráttar (vonandi...). Varð ergilegri og ergilegri þrátt fyrir gnótt kaffis. Skildi lítt hvað olli. Var reyndar búinn að þræla mér tvisvar í gegnum allar sinfóníur Prókófíevs í flutningi Royal Scottish National Orchestra undir stjórn Eistans (er það rétt að segja Eistar?) Neeme Järvi. Góðir diskar en nokkuð þungir og tormeltir en þegar þeim var skipt út fyrir Remain in Light með Talking Heads þá lagaðist allt. Það er því hægt að óverdósa á Prókófíev og slíkur óverdós veldur ergelsi - ekki ólíku því sem biðröð á Starbucks veldur.

Sagði ekki Woody Allen að hvert sinn er hann hlustaði á tónlist Richards Wagner, þá langaði hann að ráðast inn í Pólland?

Kannski að við fáum Landsliðið í boltakasti til að hlusta á Niflungahringinn í kveld - áður en leikur hefst.

Lokaniðurstaða: Prókófíev núll, David Byrne eitt.  Smile

 Prókófíev tapar...David Byrne


Af gruggugum fótaböðum og óhreinum innyflum

Allt er nú til. Sá í fréttunum að nú telja einhverjir sig getað losað eiturefni út um fótaskinn, svo fremi maður láti af hendi rakna nokkurt fé til kaupa þá þartilgerðu fótabaðstæki (sem merkilega mikið líkist hinum sívinsælu fótanuddtækjum sem finna mátti á hverju íslensku heimili) og einhvers konar efnasulli til að setja í baðið. Vafalítið hafa farið fram á þessu góðar og vandaðar rannsóknir þó fréttamönnum hafi láðst að geta þess í fréttatíma. Ég bíð spenntur eftir að fylgjendur þessarar orma- og eiturefnahreinsunar leiðrétti þetta og pósti lista sem tíundar þær rannsóknir sem hafa farið fram á þessu svo vér vantrúaðir getum sannfærst...

Og svo eru það ristilskolanirnar. Allra meina bót er mér sagt. Sennilega er einnig um að ræða gnótt vísindalegra rannsókna sem liggja að baki þeim. Eða kannski einhverjar duldar langanir úr smiðju Freuds. Langanir sem útgefandi hans treysti sér ekki til að setja á prent. Annars var svona garnaskolunaræði meðal þotuliðsins, þ.e. leikara og þessháttar hér um árið. Enda er það allt sérlega fallegt og vel hreinsað fólk nú orðið. Geymir sennilega ekki sama garnagroms og við hin. "Hátt enni, beint nef. Heilar tennur, fæ aldrei kvef" eins og skáldið kvað. Heilsan kemur sennilega ekki frá góðu mataræði, reglulegri hreyfingu og góðum genum, heldur frá hreinum ristli. Heilbrigð sál í hreinum ristli, ekki satt?

Annars hitti ég svona garnaskolunarkall um árið. Hann fékk samt krabba. Fúlt, maður. Sennilega hafa vinnufélagarnir ekki hreinsað sig sem skyldi og hleypt út daunillum eiturgufum í viðurvist hans. Hann axlaði svo byrðar náungans. Góðmenni með hreinan ristil - en óheppinn.

Og það var nú allt sem ég vildi segja... 

 Þetta epli er hreint - enda fór það um nýhreinsaðan ristil...

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreint epli - hreinn ristill... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband