Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2007 | 17:27
Af hverju getur fólk ekki bara drukkið venjulegt kaffi?
Alltaf sama ergelsið á Starbucks. Maður er í tímaþröng, vansvefta, of seinn á fund og vantar bara einn andsk. f*#%%ng kaffibolla og þá eru alltaf fimmtán manns á undan manni sem vilja Frappucino Skim Latte en samt með half-soy og bara einum fjórða af gervirjóma og dash af sýrópi af torkennilegri bragðtegund. Svo er borgað með korti og biðin lengist og maður engist - um af ergelsi.
Ég fer hér með fram á speed-line á Starbucks fyrir nútímamann í tímaþröng. Nútímamann sem ekki hefur tíma eða geð til að bíða eftir að 15 aðrir láti baristann malla oní sig 1500 kaloríu sykursýurópskaffileðju. Nútímamann sem drekkur svart kaffi án sýróps og rjóma og súkkulaðispóna - og borgar með cash...
Er það til of mikils ætlast...?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 05:47
Góð blöð og Sámur frændi mundar felgulykilinn...
Var að glugga í Utne Reader á vefnum enda um mína sveitunga að ræða. Ágætt blað og þeir voru svo vænir að gefa öðrum tímaritum viðurkenningu fyrir góða frammistöðu á nýliðnu ári. Þar fékk m.a. tímaritið BIDOUN viðurkenningu sem besta tímaritið í flokknum "Social/Cultural Coverage & Design". Ekki þekki ég mikið til umrædds tímarits en þeir mega eiga það að á heimasíðunni var þessi stórgóða mynd af Sámi frænda í árásarhug þar sem hann mundar voldugan lykil og gerir sig líklegan til að berja á Írönum...
Skopmynd en með nokkuð alvarlegan undirtón, ekki satt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2007 | 04:27
Hvernig hengja á mann svo hausinn haldist á
Ekki datt manni í hug að Írakar gætu klúðrað aftökum ráðamanna enn frekar. Ekki byrjaði það vel með aftöku Saddams og versnaði heldur er hausinn fauk af hálfbróður Saddams hér um daginn eftir að menn höfðu misreiknað eitthvað lengdina á reipinu, fallþunga hálfbróðurins og kannski eitthvað fleira. Um þetta ræðir NYT nokkuð ítarlega og vitnar þar í leiðbeiningar ameríska hersins, "Procedure for Military Executions" frá 1947. Á síðu 14 er að finna töflu um hæfilega lengd reipis miðað við þyngd þess er hengja á.
...Determine the proper amount of drop of the prisoner through the trap door. A standard drop chart for normal men of given weights is given below. Variation of the drop because of physical condition may be necessary. A medical officer should be consulted to determine whether any factors, such as age, health, or muscular condition will affect the amount of drop necessary for a proper
execution....
Fyrir aftöku er mælt með að spilaður sé Dauðamars en að lokinni aftöku er síðan mælt með að viðstödd hljómsveit leiki gleðilag.
The escort will then proceed toward the scene of the execution, the band playing the "Dead March."
Upon the pronouncement of the death of the prisoner, the escort, with the band playing a lively air, will return to the parade ground and be dismissed.
Svona segir herinn til um framkvæmt henginga. Það er annars merkilegt hvað stjórnvöld eru reiðubúin til að setja af gömlum skjölum og "manúölum" hersins á vefinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 03:58
Um manngæsku Gamla Nóa...
Var að syngja fyrir dótturina í kveld. Söng Gamla Nóa og sú stutta lét útburðarvæl föður síns lítið á sig fá en vonaði sennilega að móðir hennar ætti næsta leik.
Var að spá í karaktereinkennum Gamla Nóa og hverjum hann hafi ekki verið velviljaður.
Gamli Nói, gamli Nói
Guðhræddur og vís
mikils háttar maður
mörgum velviljaður
Spurningin er því: Hverjir voru ekki í náðinni hjá Nóa?
Þar eð dóttirin er einungis fimm vikna slapp ég fyrir horn og þurfti ekki að útskýra þessa setningu...
Sennilega krefst hún svara einn dagin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2007 | 07:27
Isn't it time to slow down?
Sá þetta á síðunni hjá hinum léttklikkuðu Adbusters. Góð skilaboð í þessu, ekki satt?
Nú er það Slow Down Week hjá þeim. Ég held ég taki áskoruninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 07:06
Að selja sál sína og kropp Ríkinu
Fékk email í dag. Búið er að auglýsa stöðuna sem mig langar í. Vinna fyrir ríkið og ég veit svo sem ekki hverjum þetta tilheyrir. Annað hvort heilbrigðisyfirvöldum eða varnarmálaráðuneyti. Skiptir svo sem ekki máli svo lengi sem þeir borga mér laun. Þetta er dálítið undarlegt fyrirbæri með Ríkið hér westra. Venjulegir Ameríkanar myndu flestir fitja uppá nefið yfir svona stöðu og það hefur reynst erfitt að manna þessar stöður með innfæddum. Sennilega vegna þess að launin eru lág miðað við einkageirann og svo kann að koma til meðfædd andúð innfæddra á þeirri staðreynd að starfa fyrir ríkið. Það er nú ekki svo að við útlendingarnir, vísalausir og allslausir getum vaðið í atvinnutilboðum. Annað hvort er að vinna fyrir ríkið eða vinna úti í rassgatsútnára hvar enginn annar vill vinna. Þar þrífst lítil akademía og þar er ógott að vera. Allavega fyrir mann með snefil af eftirlifandi akademískum ambísjónum. Því er ríkið eitthvað fyrir mig.
Þetta er annars gargantúan stofnun sem teygir anga sína um hvert fylki Bandaríkjanna og nýtur nokkurrar virðingar meðal fagmanna. Hef ég unnið fyrir þá á árum áður og líkaði vel. Minnti um margt á íslenskt heilbrigðiskerfi, svifaseint og þungt og með biðlista og því var þetta eins og að vera heima - nema allir töluðu ensku. Einn er kosturinn við ríkisstofnanir og hann er að ríkisstarfsmenn halda fast í frídagana sína. Það eru alltaf frídagar þegar maður á minnst von á slíkum, s.k. Federal Holidays.
Það er því ekki alslæmt að vinna fyrir Ríkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 06:09
Bleikir erum vér saurstamparnir...
Margt gerist í hverfinu mínu. Það hefur einhver undarleg og allsherjar hrörnun átt sér stað í hverfinu mínu s.l. árin. Skuggalegri karakterar eru farnir að sjást skjótast milli húsa, sumar nætur vaknar maður við öskur og önnur læti, löggan farin að verða meira áberandi og til að kóróna allt saman þá voru tveir vesalings menn lamdir í buff hér úti á horni um daginn. Og svo tala menn um að vel gangi að endurlífga þetta gamla hverfi.
Það var nú samt ekki það sem ég vildi ræða. Heldur það að ég vaknaði um daginn (þ.e.a.s. um miðja nótt) við skarkala og læti. Leit útum svefnherbergisgluggann og sá ekkert. Leit svo niður í átt að kjallaratröppunum hvar þvottamaskínan okkar er geymd sem og leigjandinn í kjallaranum (svona sérinngangur bak við hús) og sá mér til mikillar furðu bleikan saurstamp. Kleip mig í handlegginn og allt kom fyrir ekki. Saurstampurinn var þar enn. Kleip þá konuna en ekki hvarf hið bleika postulín. Allt frekar súrrealískt. Snaraði mér í náttslopp, greip digital myndavél konunnar og hljóp út. Bjóst hálft í hvoru við að grípa í tómt. Svo var þó ekki. Við mér blasti bleikt klósett í kjallaratröppunum. Og meira en það. Þar var einnig þvottavél á hverja var úðað rauðum stöfum "Guys Rule". Klóraði mér í hausnum, fór inn og aftur uppí rúm. Undarlegur draumur þetta. Daginn eftir var stampurinn og maskínan á bak og burt en myndirnar þó enn í vélinni. Ekki veit ég hvað þetta átti að fyrirstilla...
Margt gerist í hrörnandi íbúðarhverfum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 00:14
A Dark Night in Iceland - - erlend blöð og Kárahnjúkar
Var að kíkja á In These Times, eitt af þeim mörgu pólitísku og skemmtilegu blöðum sem gefin eru út hér vestra. Þar var grein um Kárahnjúka og hann Andra Snæ Magnason og virtsist sú bara nokkuð vel skrifuð, allavega frá sjónarhóli manns sem lengi hefur verið erlendis og kannski ekki fylgst með sem skyldi. Kannski hafa menn mér kunnugri eitthvað út á hana að setja.
Landkynning fín þó óhefðbundin sé og birt í lítt þekktu tímariti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 05:39
Lesendum Washington Post er augljóslega heitt í hamsi
Var að lesa frétt á Washington Post um nýjustu ákvarðanir forsetans míns. Lesendur geta sent inn athygasemdir, svona rétt eins og tíðkast hjá BBC og fleirum. Greinilegt að WP hefur ekki eins aggressífa ritskoðun og BBC því augljóslega er mönnum heitt í hamsi.
Someone get a rope and we can do this old west style. Where Lee Harvey O when we need him?
Hey Jenna, Hey Barb! Saddle up. Your country needs you!
Sounds like the legalized murder of our sons and daughters in the military. Is the Bush/Cheney administration playing with a full deck?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 05:08
Meira að segja herinn er búinn að fá nóg
Vafalítiðverður að líta aragrúa fréttaskýringa og bloggfærslna í kjölfar nýafstaðinnar ræðu Bush um óöldina í Írak og áform hans um að senda þangað fleiri hermenn. Verulega mun vera gengið á "forða" hermanna og það hefur m.a. verið bent á af öðrum bloggurum. Einn flötur sem kannski hefur ekki fengið jafn mikla athygli og hinn þverrandi stuðningur almennings er minnkandi stuðningur bandarískra hermanna við bröltið í Írak. Nýlega var birt könnun á MilitaryCity.com en það er eitt málgagn bandarískra hermanna. Þar kom greinilega fram að meðal þeirra hermanna sem eru "on the ground" fer stuðningurinn við stríðið óðum þverrandi.
For the first time, more troops disapprove of the presidents handling of the war than approve of it. Barely one-third of service members approve of the way the president is handling the war, according to the 2006 Military Times Poll.
When the military was feeling most optimistic about the war in 2004 83 percent of poll respondents thought success in Iraq was likely. This year, that number has shrunk to 50 percent.
Only 35 percent of the military members polled this year said they approve of the way President Bush is handling the war, while 42 percent said they disapproved.
.
The poll has come to be viewed by some as a barometer of the pro fessional career military. It is the only independent poll done on an annual basis. The margin of error on this years poll is plus or minus 3 percentage points.
Það þarf ekki að taka það fram að stuðningur bandarísks almennings er minni en stuðningur hermannanna. Þó munu fleiri hermenn enn ekki, enn vera hliðhollir Bush þó meirihluti sé andsnúinn eða svartsýnn er kemur að Íraksstríðinu. Líklegt er að sá stuðningur þverri enn meira og ég veit að margir liðsmenn National Guard eru orðnir verulega uggandi um að forsetinn brúki þá sem fallbyssufóður eða uppfyllingarefni vegna þeirra gerræðislegu fyrirætlana hans um að auka herliðið í Írak. Einhversstaðar verður að fá slíkt fóður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)