Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2008 | 04:21
Palin hélt sjó, talaði mikið en sagði lítið...
Vafalítið munu menn deila næstu daga um hver stóð sig betur, Palin eða Biden. Sannast sagna þá var ekki sérlega mikið ket á beinum þessarar kappræðu frambjóðenda. Biden hélt aftur af sér, hélt tungunni í skefjum og klúðraði engu. Virkaði þó þurr á köflum. Palin stóð sig betur en búist var við sem var ekki erfitt því að eftir skelfilega frammistöðu hennar Hjá Katie Couric þá bjóst ég við 90 mínútna kjánahrolli. Það er þó ljóst að Palin er kona lítilla sæva og lítilla sanda.
Biden var mun rökfastari og svaraði spurningum Ifill ólíkt Palin sem dró reynslu sína frá Alaska inn í nær allt sem spurt var um og forðaðist í lengstu lög að svara óþægilegum spurningum og reyndar spurningum yfir höfuð. Hennar hluti byggðist mikið á æfðum frösum (sem hún flutti nokkuð fumlaust og vel) og hún reyndi meira að segja "there he goes again" trikk Ronald Reagan en með mun tilþrifaminni árangri en the Gipper. Þess utan reyndi hún endalaust að selja sig og Palin sem mavericks þegar sagan sýnir allt annað og faktískt jarðaði Biden það vel.
Palin vann kannski varnarsigur en hún tapaði kappræðunum þrátt fyrir það. Þetta var eins og að horfa á uppáhaldsfótboltaliðið manns tapa 4:1 þegar maður bjóst við 14:2 tapi og prísa sig svo sælann eftir leikinn að ekki fór verr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 02:53
Best of Sarah Palin...
Það er ekki úr vegi að rifja upp nokkur gullkorn the hockey mom í tilefni þess að senn mun hún takast á við Biden í varpinu. Það er hverjum heilskyggnum manni ljóst að Sarah er allsendis ófær um að taka að sér starf varaforseta og ef einhver er enn í vafa, þá vinsamlega hlustið á viðtöl hennar við Katie Couric í vikunni. Það hríslast um mann kjánahrollurinn - aftur og aftur. Meira að segja Kathleen Parker á National Review Online (sem seint verður talinn vinstrisinnaður miðill) er búin að fá nóg.
No one hates saying that more than I do. Like so many women, Ive been pulling for Palin, wishing her the best, hoping she will perform brilliantly. Ive also noticed that I watch her interviews with the held breath of an anxious parent, my finger poised over the mute button in case it gets too painful. Unfortunately, it often does. My cringe reflex is exhausted.
Góða grein er að finna á Slate í dag um miður góða frammistöðu hennar og þó Slate sé kannski heldur oftar hallandi til vinstri þá er þar oft að finna beittar og vel skrifaðar greinar sem gagnrýna fyrirmenn beggja flokkanna. Augljóst er að margir eru uggandi yfir þeim möguleika að Palin vermi toppsætið í húsinu hvíta. Maður verður að efast verulega um dómgreind McCain og í ljósi sérkennilegra ummæla hans um ýmis málefni síðastliðnar vikur þá veltir maður því fyrir sér hvort eitthvað af ryki sé farið að setjast á harða diskinn í kolli hans. Eins og einhver sagði: Be afraid, be very afraid...
Að lokum og sem útskýring á titli færslunnar...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2008 kl. 04:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 19:33
Fær Sarah Palin sérmeðferð í fjölmiðlum...?
Nú fara kappræður frambjóðenda senn að hefjast og er mikil spenna í mönnum. McCain og Obama munu takast á af hörku í frjálsri aðferð, þ.e. tekist verður á án þess að allt sé skrifað og ákveðið fyrir fram.
Augljóst er að Repúblíkanar treysta Söru ekki vel til að takast á við harðjaxlinn og orðhákinn Biden sem augljóslega hefur mun meiri reynslu. Kappræður varaforsetaefnanna munu hafa mun strangari leikreglur með styttri og einfaldari spurningum og minni tíma til andsvar. Auk þess verður minna um tækifæri til "freewheeling" þar sem menn (og konur) takast á án handrits í intellektúal akróbatík. Vonandi er þetta bara orðrómur því að við eigum skilið að sjá frambjóðendur tala án handrits.
21.9.2008 | 16:18
Sérlega fyndið...
Þetta McCain atriði frá Saturday Night Live er sérlega fyndið. Orðrómur segir að Al Franken hafi eitthvað haft puttana í gerð þess sem gamall SNL grínisti. Í öllu falli, þetta er hræðilega fyndið atriði og vel þess virði að sjá.
Smellið hér og síðan á myndina frá NBC.com ef hlekkurinn að ofan virkar ekki (ég gat ekki fundið þetta atriði á YouTube...).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 15:29
Er líffræðilegur munur á Repúblíkönum og Demókrötum...?
Já, kannski...
Það var merkileg rannsókn birt í Science í vikunni. Rannsókn sem styður það að áhangendur mismunandi stjórnmálaflokka kunni að vera mismunandi á fleiri sviðum en því pólitíska. Því miður er greinin í fullri lengd læst með lykilorði en sem er ver og miður þar sem hún er hin áhugaverðasta og vildi ég gjarnan geta límt hana hér inn.
Vísindamenn í Nebraska höfðu samband við 46 manns og spurðu um stjórnmálaskoðanir ásamt því að leggja fyrir þá spurningalista um ýmis mál er verið hafa í deiglunni s.s. varnarmál, fóstureyðingar, innflytjendur og réttindi samkynhneigðra. Þannig fengust góðar upplýsingar um hvort viðkomandi var "conservative" eða "liberal". Að þessu loknu voru þáttakendur látnir horfa á allskyns myndir, bæði ógnvænlegar og ekki ásamt því að þeir voru áreittir með mismunandi háværum hljóðum. Meðan á þessu stóð voru mæld alls kyns líkamsviðbrögð til að meta hvernig líkamunn svaraði mismunandi áreitum.
First, they were attached to equipment to measure skin conductivity, which rises with emotional stress as the moisture level in skin goes up. Each participant was shown threatening images, such as a bloody face interspersed with innocuous pictures of things such as bunnies, and rise in skin conductance in response to the shocking image was measured. The other measure was the involuntary eye blink that people have in response to something startling, such as a sudden loud noise. The scientists measured the amplitude of blinks via electrodes that detected muscle contractions under people's eyes.
The researchers found that both of these responses correlated significantly with whether a person was liberal or conservative socially. Subjects who had expressed a high level of support for policies "protecting the social unit" showed a much larger change in skin conductance in response to alarming photos than those who didn't support such policies. Similarly, the mean blink amplitude for the socially protective subjects was significantly higher, the team reports in tomorrow's issue of Science. Co-author Kevin Smith says the results showed that automatic fear responses are better predictors of protective attitudes than sex or age (men and older people tend to be more conservative).
Annars útskýrir Washington Post þetta betur en ég get gert. Niðurstaðan er kannski ekki sú að Repúblíkanar og Demókratar séu mismunandi saman settir (eins og nokkuð villandi titill færslunnar gæti gefiið til kynna) heldur sú að fólki með konserfatífar skoðanir virðist bregða frekar en hinum sem meira líberal eru sú þeim sýndar myndir eða útsettir fyrir hljóðáreiti. Eða er þetta kannski á hinn veginn, þ.e. þeir sem eru að eðli sínu tortryggnir og bregður frekar séu líklegri til að hafa konservatífar skoðanir (og þá líklegri til að kjósa Repúblíkana...).
Kannski er eitthvað til í frasanum politics of fear...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 20:39
Hooverville dagsins í dag...
Mér finnst ég verða meira var við heimilislausa miðað við fyrri ár og einnig virðast fréttir af þeim meira áberandi. Kannski er bara meiri áhugi á þessu vandamáli núna.
Annars hef ég þurft að eiga nokkuð við heimilislausa gegnum tíðina og maður veltir því fyrir sér hvernig þeim mun reiða af er vetrarkuldinn skellur á en hér er ekki óalgengt að vikur líði þar sem frostið fer ekki upp fyrir mínus 10 til 20...
Tjaldbúum fjölgar í kreppunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 19:29
Er þessi McCain eitthvað farinn að kalka...?
Mér var bent á undarlega úrklippu af viðtali við McCain fyrr í vikunni. McCain var í útvarpsviðtali við spánska fréttakonu og hann var m.a. spurður hvort hann hefði í hyggju að funda með forsætisráðherra Spánar José Luis Rodríguez Zapatero. Þegar hlustað er á viðtalið hér að neðan þá er augljóst að McCain er gersamlega úti að aka og virðist ekki hafa hugmynd um hver Zapatero sé þó að þeir tveir hafis hist áður. Það virðist sem að hann haldi að um sé að ræða einhvern Suður-Amerískan einræðisherra. Er þetta virkilega maðurinn sem við viljum að taka ákvarðanir fyrir Bandaríkin í utanríkismálum? Ekki er að vænta mikillar hjálpar frá Palin á þessu sviðinu þó svo á góðum degi hún telji sig sjá yfir til Rússlands... Augljóslega kom Zapatero McCain ekki spánskt fyrir sjónir...
Ég bað samstarfskonu mína að hlusta á viðtalið og allt sem hún gat sagt var: "Man, that's one bizarre interview".
Til að auka enn frekar á áhyggjur mínar þá sá ég þessa tilvitnun frá McCain varðandi heilbrigðistryggingakerfið í BNA sem tekin er úr nýlegri grein eftir hann (rakst á tilvísun í greinina á NYT og TPM).
Opening up the health insurance market to more vigorous nationwide competition, as we have done over the last decade in banking, would provide more choices of innovative products less burdened by the worst excesses of state-based regulation.
Þessi setning er athyglisverð í ljósi nýliðinna atburða á Wall Street... Er þessi maður í lagi...?
Að lokum: Hvað mun McCain - Palin stjórnin kallast?
Svar: McPain.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 02:46
Will the real Sarah Palin please stand up...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 03:51
Halló! Enginn heima...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 03:18
Óbærilegur léttleiki kosningabaráttunnar...
Það virðist sem fréttamenn og landslýður hafi vaknað upp við vondan draum þessa helgi og áttað sig á að kosningar snúast um eitthvað annað en svín, varaliti, blackberry og elgi... Nú vill maður fá kjet á beinin og heyra hvernig kandídatar ætla sér að afstýra frekari ekónómískum hörmungum hér vestra.
Hið ágæta rit The Nation (sem reyndar hefur talsverða vinstri slagsíðu og nú Obama slagsíðu...) er með fínan leiðara um að nóg sé komið af þvaðri um ekki neitt og tími kominn til að spyrja frambjóðendur erfiðra spurninga.
This should be a big election about big issues. The greatest financial crisis since the Depression. Soaring global debt. Collapsing public infrastructure. A broken health care system. Gilded Age inequality. Two disastrous occupations and a failing "war on terror." Yet, until Wall Street imploded this weekend, it seemed as if no one could move the 24/7 mainstream media beyond the trivial. Tired of talking about swine and lipstick, moose and baby bumps? We are.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)