7.4.2007 | 19:10
Mattheusarpassían er plata vikunnar...
Plata vikunnar eða allavega helgarinnar er Mattheusarpassía Jóhannesar S. Bach í flutningi Concentus Musicus Wien undir stjórn Nikolaus Harnoncourt. Alveg sérlega vel heppnaður flutningur og mikið lagt í umbúðir og meðfylgjandi lesefni. Svo ku vera ítarefni í tölvutæku formi á diskunum og hver veit nema ég verði einn daginn svo snjall að geta nýtt mér það.
Aðrar góðar útgáfur á umræddri passíu eru m.a. hin gamla og seigfljótandi upptaka Otto Klemperer og Philharmonia Orchestra og hin all nokkuð frísklegri upptaka Gardiners & Co. og kattagarnahljómsveitar hans.
Allar þrjár eru hverrar krónu virði...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.