8.4.2007 | 04:05
Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ...
Þá er maður búinn að læra á tónlistarspilarann. Erfið fæðing og undarlegt nokk þá neitaði moggablogg að upphlaða kantötu 82 (Ich habe genug) eftir Jóhannes S. Bach og kannski hefur bloggið bara fengið genug...
Setti þó inn eitthvað af góðu efni eftir hann Bach blessaðan. Allt ákaflega páskalegt ekki satt þó kantata 91 sé reyndar jólakantata ef mig brestur ekki minni.
Annars langar mig að benda á aldraða upptöku Edwin Fischer af Busoni útgáfu Bach kantötubrotsins Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ... Þessi upptaka er frá 1933 og hefur sjarmerandi suð. Umfram allt er hún þó geysilega falleg.
Athugasemdir
Ohh Freude!
cracca (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 05:13
Noh! Kom þú blessaður og sæll kæri cracca. Hélt þig dauðan eða allavega uppskrælnaðan þarna syðra. Hafði kveikt á kerti í dómkirkju hjarta míns yður til minningar og dýrðar. Dveljið þér enn meðal vor hér vestra?
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 8.4.2007 kl. 05:28
Tja, ekki hætta að kveikja á kertum mér til dýrðar. Það eru svo fáir sem myndu láta sér detta slíka firru í hug!
cracca (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 04:40
ó þið himnesku tónar,
Jóhann R Guðmundsson, 18.4.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.