Útreyktir Kínverjar og sígarettupólitík..

Best að ná nokkrum fyrir bannið... 

 

Það skýtur nokkuð skökku við að kínverska ríkið sem nú er stærsti sölu- og dreifingaraðili reyktóbaks skuli hafa ákveðið að stemma stigu við reykingum innan Kína. Framleiðandi ríkissígarettu alþýðunnar, China National Tobacco, mun framleiða um trilljón (10 í tólfta) rettur á ári. Nú munu um þriðjungur alls reykingafólks búa í Kína en það samsvarar meira en öllum Evrópu- og Bandaríkjamönnum. Líklegt er talið að meira en milljón manns látist af völdum reykinga í Kína og áætlað er að um 70% of öllum tóbakstengum dauðsföllum framtíðarinnar muni eiga sér stað í þróunarlöndunum eða löndum sem kölluð hafa verið "low- and middle-income countries". Frá þessu öllu segir nýjasta hefti hins ágæta New England Journal of Medicine

Í ljósi þess að tekjur Kínverja af sköttum á sígarettum voru meira en 32 milljarðar dollara og u.þ.b. 7.6% þjóðartekna, þá er virðingarvert að þeir hafi tekið þá ákvörðun að reyna að stemma stigu við reykingum. Fram að þessu hafa þeir einungis eytt sem nemur brotabroti af skatttekjunum í forvarnarstarf eða um 31 þús. dollurum. Kínverskir gengust við áætlun WHO um að ráðast af hörku gegn reykingum (WHO Framework Convention on Tobacco Control). Þessi samningur felur m.a. í sér merkingar á sígarettupökkum og bann við öllum tóbaksauglýsingum of hefur víða verið samþykktur.

Útrýming reykinga...

Hinn bleiki litur Bandaríkjanna vekur athygli en hann þýðir að þó að BNA hafi skrifað undir samning WHO árið 2004 þá hefur þessi ákvörðun ekki enn komist í gegnum þingið. Margir hafa skrifað þessa töf á hið kósý samband Bush stjórnarinnar við Philip Morris og önnur stórfyrirtæki en Morris mun hafa lagt fram óskalista um breytingar á reglugerðinni, vafalítið til að koma í veg fyrir bann á tóbaksauglýsingum.

"In the third round of negotiations, Philip Morris prepared a wish list for the treaty, and the Bush administration took 10 out of 11 of their positions. The United States fought tooth and nail against a ban on tobacco advertising and sponsorship. It was really clear that a few wealthy nations with close ties to the tobacco industry were holding back countries that wanted to embrace strong policies."

Heilmild: NEJM

Sennilega eru nú skýringarnar á tregðu bandarískra stjórnvalda flóknari en þetta en trauðla verður sag að stjórn Bush hafi sýnt samstöðu og einhug með heilbrigðisyfirvöldum er kemur að því að takmarka áhrif tóbaksrisanna.

Meira um reykingabönn og áhrif á afkomu veitingahúsa síðar. Þar er nefnilega ekki allt sem sýnist og rannsóknir hafa sýnd að veitingahúsaeigendur hafa sennilega litlu/engu að tapa er kemur að algeru reykingabanni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband