Grinderman...

Loksins heyrði maður frá Nick Cave. Ekki er það með hefðbundinni hljómsveit, þ.e. The Bad Seeds heldur er um nýja sveit að ræða, e.k. sprota af fræjunum og kallast sú sveitin Grinderman og hefur gefið út dágóða samnefnda plötu. Hér er um að ræða valinkunnan skrílinn úr fræjunum, þ.e.a.s. þá Warren Ellis, Martyn P. Casey og Jim Sclavunos (en sá síðastnefndi hefur einnig gefið út fína músík með sveit sinni The Vanity Set). 

Grinderman er geysiþétt plata þó vart muni hún teljast meðal hans helstu verka. Rokkuð og beitt með textum sem vart hæfa börnum (eins og það sé eitthvað nýtt úr þessari áttinni). Minnir nokkuð á Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus sem kom út um árið. Hrjúf og rokkuð.

 

Grinderman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband