Það er alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir allt skriffinskubatteríið tengt lyfjum og lyfjaframleiðslu hér vestra, þá hafa framleiðendur vítamína og fæðubótarefna fram að þessu ekki þurft að fylgja neinum stöðlum við framleiðslu sinnar vöru. Nú kann að verða breyting á því en í síðustu viku samþykkti Matvæla- og Lyfjastofnun Bandaríkjanna (U.S. Food and Drug Administration) að herða verulega gæðaeftirlitsólina. Nú er ég ekki á móti fæðubótarefnum þó ekki neyti ég þeirra sjálfur. Ég er hins vegar á móti því að fólki sé selt kartöflumjöl í pilluformi, það kallað einhverju fínu nafni s.s. andoxunarefni, og selt á okurverði.
Þessi lög koma til af illri nauðsyn en upp hefur komist í vaxandi mæli um framleiðendur og seljendur slíkra efna sem ekki hafa einungis verið að selja gagnslaust dót heldur einnig blandað alls kyns óhroða í pillurnar.
The FDA said the new mandate is needed to ensure that products are free of contamination and impurities. Last year, the FDA found that some supplements contained undeclared active ingredients that are used in prescription drugs for erectile dysfunction. In the past, regulators found supplements that did not contain the levels of Vitamin C or Vitamin A that were claimed.
If, upon inspection, the FDA finds that supplements do not contain the ingredients they claim, the agency would consider the products adulterated or misbranded. In minor cases, the agency could ask the manufacturer to remove an ingredient or revise its label. In more serious cases, it could seize the product, file a lawsuit or seek criminal charges.
Heimild: Washington Post
Það er sjálfsagt að maður fái 10g af þurrkuðum leðurblökuvængjum ef maður borgar fullt verð fyrir 10g af þurrkuðum leðurblökuvængjum.
Sérfræðingur í þessum málum sagði mér að einungis skyldi kaupa slík efni frá Þýskalandi því þar þurfa framleiðendur fæðubótarefna að líta sömu lögum og framleiðendur lyfja, þ.e. sjá til þess að belgirnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda. Hvernig skyldi þessum málum háttað á Íslandi?
Flokkur: Heilsufar og mannamein | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Athugasemdir
frjálst á Íslandi, þú manst kannski eftir Mansúríu sveppinum sem átti að vera allra meina bót, þessi iðnaður hefur vaxið í veldisvísisfalli undanfarin ár.
Kemurð´ekki á landið á morgun?
Jóhann R Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.