Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Hádí !
Sæll gamli minn. Þakka þér kveðjuna, ekki dónalegt að fá boð um að eignast bloggvin. Heldur sýnist mér þú þó kominn lengra í fræðunum en ég færari við ýmsar tæknibrellur og uppskriftir. Það vissi ég þó fyrir að Bach er vinur vina sinna. bestu kveðjur, sb.
Sigurður Böðvarsson, mið. 3. sept. 2008
Magga Grj.
Blessaður !! Ótrúlega skemmtileg lesning :)Haltu áfram að blogga.....Og drekka kaffi... ;) HEILL SÉ GAMLI KAFFIVAGNINN :):) Kveðja MG.
Margrét Grjetarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. maí 2007
Sælir gestir
Ég ætti kannski að kíkja oftar í gestabókina... Neisko!! Blessaður vertu Oddur og familí í Rochester hinni stærri. Bestu kveðjur frá mér, Eygló og Steinunni Eddu sem nú er 3ja mánaða. Og sæll vertu einnig sveitungi minn í Tvíborgum. Ég sendi þér emil á UMN póstfangið ásamt nokkrum greinum.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, mán. 12. mars 2007
Sæll gamli.
Gott að vita að þú ert enn lifandi. Kærar kveðjur frá okkur hér í Rochester hinni. Oddur, Meredith og synir.
Oddur Ólafsson (Óskráður), lau. 10. mars 2007
Sæll!
Þar sem við erum sveitungar fannst mér skylt að senda þer formlega kveðju! Þú ert í Rochester, ekki rétt? Ég hef einu sinni keyrt þar í gegn. Fjölskylduvinur okkar er læknir þar, en það er sennilega svo mikið af læknum í rochester að það þýðir víst lítið að spyrja þig hvort þú þekkir hann! Ég eyddi óvart athugasemd þinni um Wikipedia af blogginu mínu - ef þú manst hvenær þessi grein birtist langar mig að lesa hana. Þú mátt líka senda mér hana í tölvupósti: magnus@umn.edu Bestu kveðjur frá St Paul!
FreedomFries, sun. 4. feb. 2007