Eru sannkristnir litnir hornauga í bandarískum háskólum...?

Það hefur lengi loðað við ameríska háskóla að þeir séu nokkuð meira liberal en gengur og gerist meðal ameríkana og það er vel. Nú hefur einnig borðið nokkuð á því að sannkristnir evangelistar kvarti undan því að háskólaprófessorar líti niður til þeirra og geri jafnvel lítið úr þeim. Hvað mikið er til í því veit ég ekki því að í mínu fagi er gjarnan lítið rætt um trú og ég varast það sem heitan eldinn að fara inn á þann hála ís er kemur að mínum nemendum. Þó hundheiðinn sé þá finnst mér ekki rétt að koma þeirri heimspeki yfir á aðra. 

The case has fueled accusations by conservative groups that secular university faculties are dominated by liberals who treat conservative students, particularly evangelical Christians, with intellectual condescension or worse.

"On many campuses, if you're an evangelical Christian, you're going to have to go through classes in which you're told that much of what you believe religiously is not just wrong, but worthy of mockery," said David French, a lawyer with the Alliance Defense Fund, which sued Missouri State on Brooker's behalf.

Heimild: Washington Post 

Hvað er annars til í þessu? Sennilega ekki eins mikið og sumir vilja vera láta. Nýlega hafa verið gerðar tvær skoðanakannanir á háskólakennurum hér vestra og ólíkt því sem margir hafa haldið fram, þá er ekki um að ræða trúleysingja upp til hópa. Það breytir því ekki að maður á að ganga hljótt um helgidóm annarra og ég held að í flestum tilfellum (nema kannski í þróunarfræðum) geti maður sinnt sinni kennslu án þess að þurfa að móðga eða særa hina sannkristnu. Það vekur reyndar athygli að háskólakennarar voru líklegri til að líta evangelíska kristna hornauga frekar en aðra trúarhópa. Vafalítið er það að nokkru leyti vegna hins kósý sambnds þeirra við ráðandi öfl í Bandaríkjunum.


Fjölgun hægrisinnaðra háskólanema í Bandaríkjunum...

Athyglisverð grein í Adbusters. Það virðist sem íhaldssamir hægrimenn sæki í sig veðrið innan hinna frjálslyndu háskóla Bandaríkjanna. Þetta þykja mér nokkur tíðindi en reyndar er ekkert nema gott um það að segja að ungt fólk deili um stjórnmálaskoðanir. Það sem verra er, er það ef stjórnvöld ætla að  fara að skipta sér af því hvernig háskólakennarar haga sér en sumum hefur fundist að þeir séu helst til liberal og spilli ungviðinu með undarlegum hugmyndum s.s. hugmyndum um almennar heilbrigðistryggingar og skerðingu á hernaðarbrölti. Það verður gaman að upplifa þetta frá hinum endanum þar sem maður verður innan skamms orðinn hluti af kennaraliði stórs og frekar liberal ríkisháskóla. Maður þarf greinilega að passa hvað maður segir í kennslunni.

Spilar skurðlæknirinn þinn tölvuleiki...?

Ef ekki - þá ættirðu kannski að leita annað. Rakst á merkilega grein í skurðlæknariti en slík rit les ég frekar sjaldan. Einhverjum datt í hug að stúdera það sem mig hefur lengi grunað - það að vaxandi tölvuleikjanotkun getu að lokum skilað fram nýrri kynslóð skurðlækna sem eru bæði sneggri og fingrafimari. 

Rannsóknin var einföld og svo sem ekki alveg laus við annmarka. Sniðug þó. Þrjátíuogþrír skurðlæknar voru spurðir um tölvuleikjaspilerí og síðan var fylgst með þeim í e.k. skurðaðgerðahermi (Rosser Top Gun Laparoscopic Skills and Suturing Program) þar sem þeir leystu ýmis verkefni sem kröfðust sérstakrar nákvæmni og fingrafimi. Viti menn, spilaglaðir skurðlæknar báru af hinum og nú velta menn því fyrir sér hvort tölvuleikjaspil eigi að vera hluti af námi skurðlækna. 

"Training curricula that include video games may help thin the technical interface between surgeons and screen-mediated applications, such as laparoscopic surgery," the authors conclude. "Video games may be a practical teaching tool to help train surgeons."

Skurðlæknar í sérnámi...


Ich habe genug...

Jæja, loksins hafðist það. Mér tókst að koma kantötu allra tíma inn á spilarann. Þetta er hin tímalausa upptaka Hans Hotter og Philharmonia Orchestra undir stjórn Anthony Bernard en bók Penguin um klassíska geisladiska kallar þetta "One of the greatest cantata performance ever". Upptakan var gerð árið 1950 eða fyrir 57 árum og að mínu mati er ekki að finna betri útgáfu þó Lorraine Hunt Lieberson heitin komist nærri Hans Hotter. Kannski er þetta bara ég en það er eitthvað svo sérlega heillandi við bæði sönginn og spileríið svo jafnvel hundheiðnir menn sem ég hrífast með...

Hans Hotter


Vín með matnum...

Það var svo sem auðvitað að Minnesótabúar færu að krefjast þess að maður geti keypt áfengi í Hagkaupum þegar maður er í þann mund að flytjast úr the Peoples Republic of Minnesota. Ég hef bölvað því síðastliðin 4 ár að geta ekki keypt mér léttvín með matnum í matvörubúðinni minni. Minnesota hefur nefnilega e.k. Ríki. Þ.e.a.s. sérstakar áfengisbúðir sem starfa undir ströngum skilyrðum (sem þó eru mun rýmri en á Íslandi). Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið undan þeim búðunum þar sem úrval er alla jafna gott, verði stillt í hóf og opnunartími þolanlega rúmur. Það er þó irriterandi að hugsa til fákeppninnar og þess að ekki sé hægt að kaupa eina hvíta með sunnudaxlaxinum hafi maður ekki verið forsjáll og verslað daginn áður.

Wine With Dinner eru samtök sem krefjast þess að mér og öðrum Minnesótröftum verði gert kleift að kaupa vín útí búð. Vonandi gengur þeim allt í haginn. Þetta snertir mig svo sem ekki mikið því innan 3ja mánaða verð ég fluttur í annað ríki í nágrenninu með rýmri löggjöf. Þar selur kaupmaðurinn á horninu eðalvín fram á nótt og það þykir hinn eðlilegasti hlutur. Mér sýnist sem við Íslendingar þurfum svipuð samtök til að berjast gegn afturhaldsöflunum sem meina okkur um eðlilegan aðgang að hollri nauðsynjavöru. Fyrr kem ég ekki aftur til Íslands...  Cool

Vín í mína kjörbúð og það strax...


Meira af reglugerðum um skotvopn (eða vöntun á slíkum...)

Ég rétt eins og margir aðrir velti því fyrir mér hvernig og hvort sé að draga úr líkum á því að hörmungaratburðir sem fjöldamorðin í Blacksburg endurtaki sig. Ég er þess fullviss að hertari lög um skráningu og eign skotvopna geti hjálpað en fráleitt (og kjánalegt) er að halda að þau komi í veg fyrir slíka atburði. Þetta er ekki síðasta blóðbaðið á amerískri skólalóð, fleiri munu fylgja...

Slate birtir í dag ágæta grein um skotvopnalöggjöfina og hvað betur mætti fara. Grein sem skrifuð er af hófsemi og þekkingu á málefninu. Velt er upp hversu illa gengur að koma betri lögum gegnum þingið. Rætt er um það hversu takmörkuð áhrif bann á assault rifles myndi hafa en fæst skotvopnamorð eru framin með slíkum vopnum. Einnig er rætt um það hvort hert background check myndi skila árangri.

The law we need doesn't address a narrow class of guns, and it relies on the principles of a law we already have: the Brady Law. Brady mandates a federal background check before the sale of a gun by any seller who holds a federal firearms license. It applies to Internet gun deals, gun-shop purchases, and sales by FFL (Federal Firearms License) sellers at gun shows. It does not apply, however, to the estimated 40 percent of gun transfers that take place between individuals: non-FFL sellers at those same gun shows, and person-to-person sales made through personal contacts or Internet and print classified ads. That's a far larger volume of guns and gun sales than HR 1022 would affect. As our law stands now, anyone may sell a gun to anyone else; the FFL is required only of those who do so as a commercial venture. Sellers without an FFL may not buy and sell new guns for retail, but may trade in used guns—without background checks—to their heart's content. The bill we need would address that large loophole by requiring that every transfer of ownership be preceded by a Brady background check.

.

.

While the Blacksburg tragedy reminds us that we cannot know for certain who will or will not turn a gun to violent ends, the universal background check could guarantee that no one with a criminal record could legally buy a gun in this country. That knowledge can't assuage the pain caused by yesterday's murders, or by monstrous acts of violence committed with guns every day. But as we resume the national debate over weapons, violence, safety, and freedom, let us demand of Congress meaningful change rather than placeholders and platitudes.


Blacksburg og byssueignarlögin í Virginíu...

Maður spyr sig hversu miklu máli það skiptir að hafa strangar reglur varðandi byssueign og verslun með skotvopn er kemur að fjöldamorðum. Vissulega hafa fjöldamorð á almennum borgurum þar sem skotvopn koma við sögu, átt sér stað utan Bandaríkjanna s.s. í Skotlandi. Það er þó hverjum heilskyggnum manni ljóst að sé miðað við hina frægu höfðatölu þá standa Bandaríkjamenn öðrum þjóðum framar í þessari iðju. Það vill einnig til að lög um byssueign og verslun með skotvopn er frekar lin í Bandaríkjunum og verður vafalítið ekki um að ræða breytingu þar á nema að til komi hugarfarsbreyting þjóðarinnar og skerðing á völdum National Rifle Association sem hefur lengi átt frekar kósý samband við Repúblíkana. Ekki svo að skilja að Demókratar hafi staðið sig nokkuð betur.

Hvenig skildi reglugerðum um byssueign háttað í Virginíu? Ef eitthvað er að marka stategunlaws.org, þá er þar víða pottur brotinn og hefur Virginíuríki verið gefin einkuninn C-mínus á þeim vettvangnum. C-mínus hefur yfir höfuð ekki þótt góð einkunn (en kannski ekki svo slæm því ríki eins og Alabama og Kentucky eru með F og almennt eru lögin lin m.a. hjá mér í Minnesóta...). Til dæmis þarf ekki byssuleyfi, engrar þjálfunar/námskeiða er krafist, ekki eru takmörk á sölu á assault rifles (heimilistæki eins og Uzi og AK47), einstökum borgum er meinað að hafa strangari viðurlög varðandi burð og eign skotvopna, skráningu skotvopnaviðskipta er verulega ábótavant og eigendum skotvopna er ekki skylt að skrá hólka sína hjá yfirvöldum. Svona mætti lengi telja. Nú veit ég vel að byssur drepa ekki menn einar sér. Menn með byssur drepa hins vegar aðra menn og ef auðvelt er að komast yfir hólk, þá gefur auga leið að fleiri rugludallar hafa skotvopn undir höndum.

Það er vonandi að þessi harmleikur veki fólk til umhugsunar og ýti undir harðari byssulöggjöf. Það er ekki verið að tala um að banna byssur. Mér er að meinalausu að fólk eigi veiðivopn rétt eins og faðir minn átti er ég var gutti. Ég sé hins vegar ekki þörfina á að menn eigi hríðskotariffla og hlaupvíðar handpístólur. Ég sé heldur ekki hvað stendur í vegi fyrir því að hver einasta byssa sé skráð í hvert einasta skipti sem hún er seld á opnum markaði.

Hvað varðar ræðu forsetaamlóðans þá sá ég hana ekki en mun gleðjast yfir því ef hún var góð. Grunar samt að hann hafi sleppt hinu einstaka tækifæri til að boða hertari löggjöf. Annars vakti athygli mína yfirlýsing talsmanns forsetans fyrr í dag um að embættið væri á móti takmörkunum á skotvopnaeign en hvetti til ábyrgrar notkunar slíkra vopna. Yeah, right! Eins og það hafi virkað fram að þessu.


Af górillum og flatlúsum...

Svo menn fengu flatlúsina frá górillum. Það liggur við að maður vilji ekki vita meira... Vísindamenn hér vestra (sem vafalítið höfðu nægan tíma aflögu) hafa nú sýnt fram á að flatlúsin góða er upphaflega komin frá hinum loðnu og stórbeinóttu ættingjum okkar, górillunum. Þetta var sýnt fram á með erfðafræðilegum rannsóknum og munum við frændurnir hafa skipst á þessum leiðu meindýrum fyrir um 3 milljónum ára. David Reed sem starfar við Florida Museum of Natural History í Gainesville leysti þessa gátu um uppruna lúsarinnar.

He and his colleagues compared the DNA sequences from two genes in various lice and calculated when the different species appeared. As expected, human and chimp Pedicululus (head lice) began to diverge about the same time as hominids and chimps started down independent evolutionary paths, about 6 million years ago. The gorilla and pubic lice (both Pthirus species) split just 3.5 million years ago...

 Heimild: Science

Þetta er reyndar ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera í fyrstu. Sennilega fengum við mennirnir þetta af því að við annað hvort átum þessa geðþekku frændur okkar eða sváfum í bóli þeirra.

Rather than close encounters of the intimate kind, researchers explained humans most likely got the lice, which most commonly live in pubic hair, from sleeping in gorilla nests or eating the apes.

Heimild: MSNBC 

Fékk ég lúsina frá þér, helvítið þitt...?

Svo skírlífiskennsla virkar ekki eftir allt saman...

Ekki blæs byrlega fyrir stuðningsmönnum skírlífiskennslu hér vestra. Sú staðreynd að unglingar stundi kynlíf hefur lengi verið Bush & Co. þyrnir í augum og hafa þeir ausið allnokkru fé til skírlífiskennslu. Hafa jafnvel talið þetta mun mikilvægara en almenna fræðslu um kynlíf því slíkt segja strangtrúaðir að ýti undir stóðlífi ungmenna.

Það þarf ekki að koma skyni gæddum og heilskyggnum mönnum á óvart að slík kennsla hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Nú hefur það verið staðfest með rannsóknum.  Krakkaormarnir eru alveg jafn líklegir til að stunda kynlíf hvort sem þeir fá skírlífiskennslu eður eigi. Væri ekki nær að kenna þeim um kynlíf svona almennt, þ.e.a.s. hvað ber að varast og hvernig ber að verja sig?

Students who took part in sexual abstinence programs were just as likely to have sex as those who did not, according to a study ordered by Congress.

Also, those who attended one of the four abstinence classes that were reviewed reported having similar numbers of sexual partners as those who did not attend the classes. And they first had sex at about the same age as other students, 14.9 years, according to Mathematica Policy Research Inc.

The federal government now spends about $176 million annually on abstinence-until-marriage education. Critics have repeatedly said they don't believe the programs are working, and the study will give them reinforcement.

However, Bush administration officials cautioned against drawing sweeping conclusions from the study. They said the four programs reviewed among several hundred across the nation  were some of the very first established after Congress overhauled the nation's welfare laws in 1996.

Heimild: CBS

Nú er spurning hvort stjórnvöld herði sig ekki enn frekar. Til dæmis með því að kaupa títaníum skírlífisbelti fyrir öll ungmenni á skólaaldri.

Nútímanámsmeyjar klæddar skírlífisbelti...


Útreyktir Kínverjar og sígarettupólitík..

Best að ná nokkrum fyrir bannið... 

 

Það skýtur nokkuð skökku við að kínverska ríkið sem nú er stærsti sölu- og dreifingaraðili reyktóbaks skuli hafa ákveðið að stemma stigu við reykingum innan Kína. Framleiðandi ríkissígarettu alþýðunnar, China National Tobacco, mun framleiða um trilljón (10 í tólfta) rettur á ári. Nú munu um þriðjungur alls reykingafólks búa í Kína en það samsvarar meira en öllum Evrópu- og Bandaríkjamönnum. Líklegt er talið að meira en milljón manns látist af völdum reykinga í Kína og áætlað er að um 70% of öllum tóbakstengum dauðsföllum framtíðarinnar muni eiga sér stað í þróunarlöndunum eða löndum sem kölluð hafa verið "low- and middle-income countries". Frá þessu öllu segir nýjasta hefti hins ágæta New England Journal of Medicine

Í ljósi þess að tekjur Kínverja af sköttum á sígarettum voru meira en 32 milljarðar dollara og u.þ.b. 7.6% þjóðartekna, þá er virðingarvert að þeir hafi tekið þá ákvörðun að reyna að stemma stigu við reykingum. Fram að þessu hafa þeir einungis eytt sem nemur brotabroti af skatttekjunum í forvarnarstarf eða um 31 þús. dollurum. Kínverskir gengust við áætlun WHO um að ráðast af hörku gegn reykingum (WHO Framework Convention on Tobacco Control). Þessi samningur felur m.a. í sér merkingar á sígarettupökkum og bann við öllum tóbaksauglýsingum of hefur víða verið samþykktur.

Útrýming reykinga...

Hinn bleiki litur Bandaríkjanna vekur athygli en hann þýðir að þó að BNA hafi skrifað undir samning WHO árið 2004 þá hefur þessi ákvörðun ekki enn komist í gegnum þingið. Margir hafa skrifað þessa töf á hið kósý samband Bush stjórnarinnar við Philip Morris og önnur stórfyrirtæki en Morris mun hafa lagt fram óskalista um breytingar á reglugerðinni, vafalítið til að koma í veg fyrir bann á tóbaksauglýsingum.

"In the third round of negotiations, Philip Morris prepared a wish list for the treaty, and the Bush administration took 10 out of 11 of their positions. The United States fought tooth and nail against a ban on tobacco advertising and sponsorship. It was really clear that a few wealthy nations with close ties to the tobacco industry were holding back countries that wanted to embrace strong policies."

Heilmild: NEJM

Sennilega eru nú skýringarnar á tregðu bandarískra stjórnvalda flóknari en þetta en trauðla verður sag að stjórn Bush hafi sýnt samstöðu og einhug með heilbrigðisyfirvöldum er kemur að því að takmarka áhrif tóbaksrisanna.

Meira um reykingabönn og áhrif á afkomu veitingahúsa síðar. Þar er nefnilega ekki allt sem sýnist og rannsóknir hafa sýnd að veitingahúsaeigendur hafa sennilega litlu/engu að tapa er kemur að algeru reykingabanni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband