Af kakkalökkum og hrófatildrum á Walter Reed...

Eins og aðrir hafa bent á þá var Kevin Kiley, æðstistrumpur heilbrigðismála hjá hernum látinn taka pokann sinn fyrir skandalinn á Walter Reed hermannaspítalanum. Hann fylgir því í fótspor Weightman og Harvey sem sparkað var í síðustu viku. Þeim er þó nokkur vorkun þó ekki ætli ég að taka upp hanskann fyrir þá. Walter Reed er gamall og hefur jafnvel staðið til að loka honum um nokkuð skeið. Spítalinn sem slíkur mun vera OK en vandamálið er hið mikla flæði særða hermanna sem streymt hafa frá átakasvæðum í Asíu, aðallega Írak. Hafa yfirvöld spítalans þurft að bregða á það ráð að leigja alls kyns húsnæði undir starfsemina til að hýsa hina særðu hermenn, m.a. afdönkuð og músétin hótel.

Þetta er ekkert nýtt og kollegi minn sem vann á spítala sjóhersins í San Diego eftir Víetnamstríðið man eftir svipuðu ástandi þar sem hermenn voru hýstir í hrófatildrum sem slegið var upp og voru varla vistarverur boðlegar mönnum og gekk fyrirbærið undir nafninu the Burma Row og var það hending að læknar höfðu tíma til að ganga þar stofugang. Þetta er samt ótæk þjónusta fyrir menn og konur sem send voru út af örkinni og hættu lífi og limum fyrir lélegan málstað.

Annars er heilbrigðskerfi bandarískra hermanna (Veterans Administration) nokkuð gott og sumir segja það með því betra sem gerist fyrir almenning í Bandaríkjunum og vonandi er að það batni enn frekar eftir að búið er að fletta ofan af þessum skandal þeirra á Walter Reed.


mbl.is Kiley hershöfðingi segir af sér vegna Walter Reed
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikimania og wikidiction...

Er hægt að ánetjast Wikipediu? Svo munu sumir halda fram. Allavega er til eitthvað sem kallast netfíkn og hún ku allsvæsin meðal Kínverja og hafa kínverskir jafnvel beitt raflostum í erfiðum tilfellum.

Menn kváðu jafnvel sitja rauðeygðir upp undir 36 klst á sólarhring við að slá inn og editera Wikipedíufærslur og sumir hafa kallað þetta Wikidiction sem er samsuða á Wikipedia og addiction og hafa sumir sagt að nokkuð hátt hlutfall einstaklinga með þráhyggjuraskanir stundi skrif á Wikipediu.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Wikiprófessor...

Það var svo sem auðvitað að þegar maður er nýbúinn að mæra hina ágætu Wikípedíu þá kemst upp um svindil einn svívirðilegan innan Wikifjölskyldunnar. Einn af ritstjórunum, áberandi varðandi trúmálaumfjöllun ýmis konar, maður sem kosið hefur að koma fram undir dulnefninu Essjay er svindilmenni. Kauði hafði kynnt sig til starfans sem prófessor í trúarbrögðum við ónefndan skóla en reyndist vera strákpjakkur sem m.a. studdist við heimildir sem Catholicism for Dummies og hafði ekkert almennilegt próf undir beltinu. Það sem meira var, hann hafði réttindi stjórnanda og bar sem slíkur vopn á klæði rifrildisseggja og eyddi út vandalisma ýmsum. Þó mátti kauði eiga að hann var víkingur til vinnu og leiðrétti og breytti sem óður væri.

Under the name Essjay, the contributor edited thousands of Wikipedia articles and was once one of the few people with the authority to deal with vandalism and to arbitrate disputes between authors.

To the Wikipedia world, Essjay was a tenured professor of religion at a private university with expertise in canon law, according to his user profile. But in fact, Essjay is a 24-year-old named Ryan Jordan, who attended a number of colleges in Kentucky and lives outside Louisville.

Mr. Jordan’s deception came to public attention last Monday when The New Yorker published a rare editors’ note saying that when it wrote about Essjay as part of a lengthy profile of Wikipedia, “neither we nor Wikipedia knew Essjay’s real name,” and that it took Essjay’s credentials and life experience at face value.

In addition to his professional credentials and work on articles concerning Roman Catholicism, Essjay was described in the magazine’s article, perhaps oddly for a religious scholar, as twice removing a sentence from the entry on the singer Justin Timberlake, which “Essjay knew to be false.”

Hvaða púsl er Essjay?

Einn af stofnendum Wikipediu, Jimmy Wales, reyndi aðgera sem minnst úr þessari vandræðalegu uppákomu og sagði allt í góðu að Essjay hefði siglt undir fölsku flaggi því hann væri maður vandaður og gegnheill að öðru leyti og sérlega duglegur enda hefði hann "editerað" meira en 20 þús greinar innan Wikípedíu. Ekki féll það í góðan jarðveg meðal annarra Wikiverja að sjálfur overboss skyldi verja kauða.

In a statement relayed through Wikipedia’s public relations officer, he [Wales] said that at that time, “Essjay apologized to me and to the community at large for any harm he may have caused, but he was acting in order to protect himself.

“I accepted his apology,” he continued, “because he is now, and has always been, an excellent editor with an exemplary track record.”

But the broad group of Wikipedia users was not so supportive. Mounting anger was expressed in public forums like the user pages of Mr. Wales and Essjay.
 

Síðan sá Wales reyndar að sér og sparkaði Essjayburt með skömm. Bar því við að hann hefði ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins: "...that my past support of Essjay in this matter was fully based on a lack of knowledge about what has been going on."

Svo hæstvirtur Wikiprófessor reyndist vera droppát úr local community college í Kentucky.

Og mórallinn í sögunni er: Þó Wikipedía sé snilld þá eru nokkur morkin epli inni á milli og því ber að brúka alfræðiorðabókina með varúð. 


Orð dagsins...

Alltaf streðar maður við að bæta enskuna. Ekkert er betra til þess en látlaus lestur á bókum og greinum á tungu engilsaxneskri. Það er verst að maður er alltaf að stranda á einhverjum orðum sem maður skilur ekki.

Tvennt hefur hjálpað mér meira en nokkuð annað síðastliðin árin. Fyrst ber að nefna Webster orðabókina en á henni má skrá sig á lista og fá "Orð Dagsins" sem virðist valið af handahófi og sent með tölvupósti til manns. Hverju orði dagsins fylgir orðskýring sem og dæmi um notkun orðsins í almennu máli. Tekur einungis fáeinar sekúndur á dag.

Hitt hjálpartækið er One-Click Answer í boði Answers.com sem er lítið forrit sem fæst sem viðhengi á Firefox (og vafalítið aðra vafra einnig). Maður kveikir á One-Click Answer og er mann rekur í vörðurnar í lestri sínum á enskumælandi vefsíðum og hnýtur um óskiljanlegt orð, þá alt-smellir maður á orðið óskiljanlega og sprettur þá upp lítill gluggi sem skrattinn úr sauðarleggnum og segir þér hvað orðið þýðir. Hreint brilljant forrit og reyndar var áður til svipað forrit á vegum GuruNet/Atomica og þar kynntist ég því fyrir margt löngu.

Alt-Click svarar öllu


Sannkristnir Repúblíkanar svitna í leit sinni að verðugum forsetaframbjóðanda...

Það er aðeins farið að hitna í forsetaframboðskolunum hér vestra. Eins og hinar glöggu frönsku frelsiskartöflur hafa bent á, þá heltist fyrsti kandídat Demókrata, fyrrum ríkisstjórinn minn, hann Tom Vilsack, úr lestinni. Honum varð fljótt ljóst að lítt þýddi að etja kappi við maskínur Billary Clinton og Barack Obama (sem ég sé reyndar sem draumateymið í slagnum framundan).

Repúblíkanar kristnir (og afturhaldssamir) klóra sér í hausnum og velta fyrir sér hver best yrði fallinn til að halda hinum konserfatífa kyndli kristinna gilda á lofti. Segir frá því í New York Times í dag. Komu kristnir því saman og réðu ráðum sínum. Menn sem James C. Dobson og eldklerkurinn Falwell eru að sjálfsögðu uggandi yfir því að verðandi frambjóðendur séu fylgjandi þvílíkri svívirðu sem auknum réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga og hertri byssulöggjöf. Ekki hugnast þeim Rudy Giuliani eða McCain enda hafa þeir sýnt af sér frjálslyndishegðun (þó ekki komi nú allir auga á hana). Mitt Romney er einnig litinn hornauga enda ekki víst að menn séu reiðubúnir fyrir Mormóna í hásætið. Svo ku menn hafa grafið upp þá staðreynd að The Romneys stunduðu fjölkvæni hér áður fyrr.

A group of influential Christian conservatives and their allies emerged from a private meeting at a Florida resort this month dissatisfied with the Republican presidential field and uncertain where to turn.

Many conservatives have already declared their hostility to Senator John McCain of Arizona, who once denounced Christian conservative leaders as “agents of intolerance,” and former Mayor Rudolph W. Giuliani of New York, a liberal on abortion and gay rights issues who has been married three times.

But many were also deeply suspicious of former Gov. Mitt Romney of Massachusetts; the council has been distributing to its members a dossier prepared by a Massachusetts conservative group about liberal elements of his record on abortion, stem cell research, gay rights and gun control. Mr. Romney says he has become more conservative.

Hver verður hinn þóknanlegi kandídat? Menn líta nú til Mike Huckabee, ríkisstjóra Arkansas og fyrrum baptistaklerks í hinu djúpa Suðri en ekki er víst að öllum þóknist hann, t.d. mun Grover Norquist hafa horn í síðu hans vegna skattahækkana er Huckabee stóð fyrir sem ríkisstjóri. 

“There is great anxiety,” said Paul Weyrich, chairman of the Free Congress Foundation and an elder statesman of the conservative movement. “There is no outstanding conservative, and they are all looking for that.”

Weyrich þessi er einn stofnandi The Heritage Foundation og er ötull talsmaður konservatífra gilda innan Repúblíkanaflokksins (og um hann má lesa margt athylisvert í bók David Brock, The Republican Noise Machine).

Annar þóknanlegur kandídat er Sam Brownback sem mun hafa haldið tölu á nýafstaðinni ráðstefnu sannkristinna og hlotið lof fyrir stóryrði um bann gegn hjónabandi samkynhneigðra og takmarkanir fóstureyðinga. Sumum þykir Brownback þó helst til linur gagnvart innflytjendum og ekki nógu einarður í afstöðu sinni gagnvart hinum stórhættulegu múslimum sem einhverra hluta vegna eru mikill þyrnir í augum öfgakristinna...

Hver hlýtur náð fyrir augum Falwell og Dobson? Ég segi Huckabee...


Plata vikunnar - Björk og Tavener og fleira.

Plata vikunnar er samantket um John Tavener - A Portrait. Umrædd plata kom út fyrir þremur árum eða svo. Merkilegur kall hann Tavener og sennilega með helstu tónskáldum samtímans.

Tavener þessi er hrifinn af Björk okkar. Svo hrifinn að hann samdi henni tónverk til heiðurs sem nefnist Prayer For the Heart. Með orðum Taveners sjálfs:

I’d heard her voice…it was quite a raw, primordial sound, and I was very attracted to this sound. I thought of the ejaculatory prayer called the “Jesus Prayer” – “Lord Jesus, have mercy on me” – and I set it in three languages: in Coptic, in English, and in Greek. I thought the way she sang it was quite wonderful, and it couldn’t possibly be sung by anybody else but her, or someone with a voice very, very similar to hers. It had nothing of a western-trained voice about it. In fact, it wasn’t trained at all, and this is why I liked it so much, because… it had a savage quality, an untamed quality.  These are qualities that I like…I liked the simplicity of her, I liked the spontaneity of her, and I liked the result that came forth in Prayer of the Heart.

Mæli með þessum diski. Ekki auðmeltur og þarfnast endurtekinnar hlustunar áður en hans er notið til fulls. An acquired taste eins og menn segja...

John Tavener (ekki fann ég myndina af honum með Björk)


Hvenær tapar maður Wikipediuréttindum sínum?

Wikipedia er merkilegt fyrirbæri og hefur hún gjörbreytt upplýsingaöflun margra sem áður reiddu sig á áskriftarsíður s.s. Encyclopaedia Britannica. Sjálfur reiddi ég mig á Britannicu um nokkurra ára skeið uns ég spurði sjálfan mig hví maður væri að greiða $70 á ári fyrir eitthvað sem hægt væri að nálgast án endurgjalds. Nú er það svo að hver sem er getur ritað fyrir Wikipediu og ólíklegt að gæðalöggan hafi tök á að grannskoða hverja færslu. Annars stendur Wikipedia sig nokkuð vel. Nature birti fyrir nokkru óformlega könnun á gæðum Wikipediu og Britannicu. Wikipedia stendur fyllilega uppi í hárinu á EB.

Yet Nature's investigation suggests that Britannica's advantage may not be great, at least when it comes to science entries. In the study, entries were chosen from the websites of Wikipedia and Encyclopaedia Britannica on a broad range of scientific disciplines and sent to a relevant expert for peer review. Each reviewer examined the entry on a single subject from the two encyclopaedias; they were not told which article came from which encyclopaedia. A total of 42 usable reviews were returned out of 50 sent out, and were then examined by Nature's news team.

Only eight serious errors, such as misinterpretations of important concepts, were detected in the pairs of articles reviewed, four from each encyclopaedia. But reviewers also found many factual errors, omissions or misleading statements: 162 and 123 in Wikipedia and Britannica, respectively.

 Að sjálfsögðu fór þetta nokkuð fyrir brjóst Britannicumanna og ekki stóð á svörum þeirra og kölluðu þeir rannsókn Nature "fatally flawed". Þeir Náttúrumenn svöruðu að vonum fyrir sig.

En það var nú ekki það sem ég vildi sagt hafa. Ég rakst á skondna grein í Slate í dag um það hvenær maður verður svo ómerkilegur að að merkilegheitalögga Wikipediu þurrki mann út af síðum sínum. Slíkt kom fyrir dálkahöfund Slate, hann Timothy Noah.

Pass me that whiskey bottle. My Wikipedia bio is about to disappear because I fail to satisfy the "notability guideline."

Wikipedia's notability policy resembles U.S. immigration policy before 9/11: stringent rules, spotty enforcement. To be notable, a Wikipedia topic must be "the subject of multiple, non-trivial published works from sources that are reliable and independent of the subject and of each other." Although I have written or been quoted in such works, I can't say I've ever been the subject of any. And wouldn't you know, some notability cop cruised past my bio and pulled me over. 

Þetta vekur vissulega upp spurningar hvað merkilegt teljist í augum Wikipediu og hvað ekki. Allavega varð þessi grein Noah til þess að Wikipedia hætti snarlega við að þurrka hann út og því má enn finna þar upplýsingar um manninn.


Bók vikunnar - The Elements of Style

Það er ekki auðvelt að skrifa læsilegan texta. Ekki einu sinni á íslensku þó maður sé Íslendingur. Lítið var lagt upp úr þessháttar þekkingu og þjálfun á mínum grunn- og menntaskólaárum og hefur það verið auðsætt í skrifum mínum.

Hvað þá er maður fer að skrifa á ensku. Eitt er að spjalla um Minnesótafrostið og fótbolta þegar beðið er eftir kaffinu á Starbucks. Það er létt. Verra er að skrifa eitthvað sem mun koma fyrir augu þúsunda manna (og kvenna). Þúsunda gagnrýninna manna. Fyrsta skiptið er ég skrifaði almennilegt bréf upp á enska tungu, var er ég sótti um háskólavist hér vestra. Ferilskráin var auðveld en öllu erfiðara reyndist að hósta upp s.k. Personal Statement (PS) en það er eins konar yfirlýsing um hvað maður sé guðdómlega snjall og mikill efniviður og af hverju það væri óðs manns æði að neita manni um skólavist.

Mér fanns sem ég hefði skilað góðu dagsverki að loknum skriftum á mínu PS. Allavega komst ég inn. Fann svo ritsmíðina um dagin og þvílík hörmung! Undarlegt að maður komst að. Kannski vildu þeir sjá svona mann er ritaði svona þvælu og sáu svo aumur á mér og hleyptu mér inn fyrst ég var kominn alla leið inn á sléttuna.

Nú sit ég og skrifa. Skrifa þurrar vísindagreinar en í slíkum skrifum er ekki rúm fyrir húmor og helst skyldi nota knappan og beinskeyttan stíl. Erfitt mál. Sérstaklega útlendingum með litla endógen tungumálahæfileika. Ritstjórar blaða eru miskunnarlausir. Ef fyrstu setningarnar eru þokukenndar og lítt grípandi, þá fer handritið í tunnuna. Hvað er til ráða? Lítill bæklingur, ritaður fyrir nær öld síðan (allavega fyrstu drögin). The Elements of Style eftir Strunk og White. Hreint frábær bók og hverrar krónu virði. Eins og sagt er, algert möst have. Fimm stjörnur.

Þú er bara að vona að innihald greinanna sé áhugavert og ritstjórar í góðu skapi...

Elements of Style


Af frjósemi westuríslendinga í Minnesóta...

Sinni hér með skyldu minni sem fréttaveita frá suðausturhorni Minnisóta. Hér hefur fjölgað í Íslendingahópnum en fyrir sólarhring fæddist vinafjölskyldu okkar hálfíslenskri, einn fríður sveinn og ber sá nafnið Haraldur Tómas. Ekki er langt síðan (einungis 7 vikur) við bættum henni Steinunni Eddu í Íslendingahópinn. Hver segir að Íslendingar erlendis fjölgi sér ekki?

Það stefnir allt í að við Íslendingarnir náum undirtökunum hér í suðausturhorninu.

Skyldu hérlendir Frjálslyndir vita af þessari óstöðvandi Íslendingafjölgun?

Steinunn Edda hin ameríska - ekki hafa verið birtar myndir af hinum nýfædda Haraldi Tómasi


Um gjaldskrárhækkanir sem lítillega eru umfram verðbólgu...

Þá á að draga enn eitt spilið fram úr erminni til að sporna við flóði innflytjenda. Bush og hans slekti hafa lagt til að gjald það er löglegum innflytjendum ber að greiða er þeir sækja um græna kortið, hækki úr rúmum 300 dölum í ríflega 900 dali. Segja má að þetta sé lítillega umfram verðbólgu. Kannski að hér sé komið enn eitt baráttumálið handa frjálslyndum...

Under the plan, announced yesterday by Emilio Gonzalez, director of U.S. Citizenship and Immigration Services, the government would charge $905 -- up from $325 -- to apply for a green card or to adjust residency status. Immigrants with green cards would have to pay $595 to become naturalized citizens, a $265 increase. The cost of bringing a foreign fiance to the United States would more than double, to $455.

Ég mun hugsa hlýlega til hans er ég reiði fram þykkan bunkann af krumpuðum 20 dollaraseðlum á næstu árum er kemur að því að ég verði gjaldgengur til þess að sækja um kortið góða. 

Það er mál manna að þetta útspil sé ólíklegt til að sporna við aukningu innflytjenda þar eð það beinist fyrst og fremst gegn löglegum innflytjendum. Það er stundum eins og ráðamenn vilji gera allt til að fæla frá ærlega erlenda borgara. Var ekki einhver að tala um brain drain?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband