14.1.2007 | 07:27
Isn't it time to slow down?
Sá þetta á síðunni hjá hinum léttklikkuðu Adbusters. Góð skilaboð í þessu, ekki satt?
Nú er það Slow Down Week hjá þeim. Ég held ég taki áskoruninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 07:06
Að selja sál sína og kropp Ríkinu
Fékk email í dag. Búið er að auglýsa stöðuna sem mig langar í. Vinna fyrir ríkið og ég veit svo sem ekki hverjum þetta tilheyrir. Annað hvort heilbrigðisyfirvöldum eða varnarmálaráðuneyti. Skiptir svo sem ekki máli svo lengi sem þeir borga mér laun. Þetta er dálítið undarlegt fyrirbæri með Ríkið hér westra. Venjulegir Ameríkanar myndu flestir fitja uppá nefið yfir svona stöðu og það hefur reynst erfitt að manna þessar stöður með innfæddum. Sennilega vegna þess að launin eru lág miðað við einkageirann og svo kann að koma til meðfædd andúð innfæddra á þeirri staðreynd að starfa fyrir ríkið. Það er nú ekki svo að við útlendingarnir, vísalausir og allslausir getum vaðið í atvinnutilboðum. Annað hvort er að vinna fyrir ríkið eða vinna úti í rassgatsútnára hvar enginn annar vill vinna. Þar þrífst lítil akademía og þar er ógott að vera. Allavega fyrir mann með snefil af eftirlifandi akademískum ambísjónum. Því er ríkið eitthvað fyrir mig.
Þetta er annars gargantúan stofnun sem teygir anga sína um hvert fylki Bandaríkjanna og nýtur nokkurrar virðingar meðal fagmanna. Hef ég unnið fyrir þá á árum áður og líkaði vel. Minnti um margt á íslenskt heilbrigðiskerfi, svifaseint og þungt og með biðlista og því var þetta eins og að vera heima - nema allir töluðu ensku. Einn er kosturinn við ríkisstofnanir og hann er að ríkisstarfsmenn halda fast í frídagana sína. Það eru alltaf frídagar þegar maður á minnst von á slíkum, s.k. Federal Holidays.
Það er því ekki alslæmt að vinna fyrir Ríkið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 06:09
Bleikir erum vér saurstamparnir...
Margt gerist í hverfinu mínu. Það hefur einhver undarleg og allsherjar hrörnun átt sér stað í hverfinu mínu s.l. árin. Skuggalegri karakterar eru farnir að sjást skjótast milli húsa, sumar nætur vaknar maður við öskur og önnur læti, löggan farin að verða meira áberandi og til að kóróna allt saman þá voru tveir vesalings menn lamdir í buff hér úti á horni um daginn. Og svo tala menn um að vel gangi að endurlífga þetta gamla hverfi.
Það var nú samt ekki það sem ég vildi ræða. Heldur það að ég vaknaði um daginn (þ.e.a.s. um miðja nótt) við skarkala og læti. Leit útum svefnherbergisgluggann og sá ekkert. Leit svo niður í átt að kjallaratröppunum hvar þvottamaskínan okkar er geymd sem og leigjandinn í kjallaranum (svona sérinngangur bak við hús) og sá mér til mikillar furðu bleikan saurstamp. Kleip mig í handlegginn og allt kom fyrir ekki. Saurstampurinn var þar enn. Kleip þá konuna en ekki hvarf hið bleika postulín. Allt frekar súrrealískt. Snaraði mér í náttslopp, greip digital myndavél konunnar og hljóp út. Bjóst hálft í hvoru við að grípa í tómt. Svo var þó ekki. Við mér blasti bleikt klósett í kjallaratröppunum. Og meira en það. Þar var einnig þvottavél á hverja var úðað rauðum stöfum "Guys Rule". Klóraði mér í hausnum, fór inn og aftur uppí rúm. Undarlegur draumur þetta. Daginn eftir var stampurinn og maskínan á bak og burt en myndirnar þó enn í vélinni. Ekki veit ég hvað þetta átti að fyrirstilla...
Margt gerist í hrörnandi íbúðarhverfum...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 00:14
A Dark Night in Iceland - - erlend blöð og Kárahnjúkar
Var að kíkja á In These Times, eitt af þeim mörgu pólitísku og skemmtilegu blöðum sem gefin eru út hér vestra. Þar var grein um Kárahnjúka og hann Andra Snæ Magnason og virtsist sú bara nokkuð vel skrifuð, allavega frá sjónarhóli manns sem lengi hefur verið erlendis og kannski ekki fylgst með sem skyldi. Kannski hafa menn mér kunnugri eitthvað út á hana að setja.
Landkynning fín þó óhefðbundin sé og birt í lítt þekktu tímariti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 05:39
Lesendum Washington Post er augljóslega heitt í hamsi
Var að lesa frétt á Washington Post um nýjustu ákvarðanir forsetans míns. Lesendur geta sent inn athygasemdir, svona rétt eins og tíðkast hjá BBC og fleirum. Greinilegt að WP hefur ekki eins aggressífa ritskoðun og BBC því augljóslega er mönnum heitt í hamsi.
Someone get a rope and we can do this old west style. Where Lee Harvey O when we need him?
Hey Jenna, Hey Barb! Saddle up. Your country needs you!
Sounds like the legalized murder of our sons and daughters in the military. Is the Bush/Cheney administration playing with a full deck?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2007 | 05:08
Meira að segja herinn er búinn að fá nóg
Vafalítiðverður að líta aragrúa fréttaskýringa og bloggfærslna í kjölfar nýafstaðinnar ræðu Bush um óöldina í Írak og áform hans um að senda þangað fleiri hermenn. Verulega mun vera gengið á "forða" hermanna og það hefur m.a. verið bent á af öðrum bloggurum. Einn flötur sem kannski hefur ekki fengið jafn mikla athygli og hinn þverrandi stuðningur almennings er minnkandi stuðningur bandarískra hermanna við bröltið í Írak. Nýlega var birt könnun á MilitaryCity.com en það er eitt málgagn bandarískra hermanna. Þar kom greinilega fram að meðal þeirra hermanna sem eru "on the ground" fer stuðningurinn við stríðið óðum þverrandi.
For the first time, more troops disapprove of the presidents handling of the war than approve of it. Barely one-third of service members approve of the way the president is handling the war, according to the 2006 Military Times Poll.
When the military was feeling most optimistic about the war in 2004 83 percent of poll respondents thought success in Iraq was likely. This year, that number has shrunk to 50 percent.
Only 35 percent of the military members polled this year said they approve of the way President Bush is handling the war, while 42 percent said they disapproved.
.
The poll has come to be viewed by some as a barometer of the pro fessional career military. It is the only independent poll done on an annual basis. The margin of error on this years poll is plus or minus 3 percentage points.
Það þarf ekki að taka það fram að stuðningur bandarísks almennings er minni en stuðningur hermannanna. Þó munu fleiri hermenn enn ekki, enn vera hliðhollir Bush þó meirihluti sé andsnúinn eða svartsýnn er kemur að Íraksstríðinu. Líklegt er að sá stuðningur þverri enn meira og ég veit að margir liðsmenn National Guard eru orðnir verulega uggandi um að forsetinn brúki þá sem fallbyssufóður eða uppfyllingarefni vegna þeirra gerræðislegu fyrirætlana hans um að auka herliðið í Írak. Einhversstaðar verður að fá slíkt fóður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2007 | 05:45
Tortímandi leggur til atlögu við meingallað heilbrigðiskerfi
Nú mega menn fara að gæta sín. Tortímandinn sjálfur sem upp á ensku hefur verið kallaður The Terminator en gegnir nafninu Schwarzenegger Ríkisstjóri á tyllidögum, hefur lagt til atlögu við heilbrigðiskerfi Kaliforníu. Hyggst hann snúa öllu á hvolf og jafnvel sinna þeim er minna mega sín. Öðru vísi mér áður brá. Ekki hefi ég enn nennt að setja mig inn í þessar breytingar enda ekki mitt heimahérað og ég þess utan svo heppinn að vinna á stofnun sem lætur sér annt um starfsfólk sitt og sér þeim fyrir almennilegum heilsutryggingum. Stór hluti Bandaríkjamanna, alltof stór hluti, er ekki svo heppinn og Kalifornía hefur ekki farið varhluta af þeirri ólukku að sitja uppi með gríðarlegan fjölda ótryggðra, ekki síst vegna aragrúa ólöglegra innflytjenda, en einn fimmti íbúa ríkisins er án trygginga.
"Schwarzenegger's plan, which he publicly unveiled at noon, would require employers with 10 workers or more to buy insurance for their workers or pay a fee of 4% of their payroll into a program to help provide coverage for the uninsured."
Augljóslega munu framkvæmdir sem þessar kosta sitt og líklegt er að margur muni setja sig upp á móti þessum áformum. Meðal annars mun ætlast til að vinnuveitendur, læknar og sjúkrahús beri hluta kostnaðarins ef marga má fréttaskýringar New York Times.
"The plan, which Mr. Schwarzenegger estimated would cost $12 billion, calls for many employers that do not offer health insurance to contribute to a fund that would help pay for coverage of the working uninsured. It would also require doctors to pay 2 percent and hospitals 4 percent of their revenues to help cover higher reimbursements for those who treat patients enrolled in Medi-Cal, the states Medicaid program."
Við fyrstu sýn virðast þessi áform hreint ekki galin og er það mér til nokkurrar hissu að komast að því að ég geti stundum verið sammála Repúblíkönum. Jæja, ég er nú sosum ekki búinn að lesa mér nægilega til...
Hver leggur þó í Tortímandann er hann er kominn í ham...?
Hasta la vista, baby!
Heilsufar og mannamein | Breytt s.d. kl. 05:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2007 | 02:36
Ég vissi það...
Hver veit nema að hér sé komin fyrsta staðfestingin á því sem ég hef haldið fram síðan ég hóf að taka þessi endalausu amerísku krossapróf. Það er, að oft er fyrsta svarið sem kemur upp í huganum það rétta. Oftar en ekki hef ég nagað mig í handarbökin fyrir að hafa "leiðrétt" það sem ég taldi fljótfærnisleg svör þegar ég hef komist að því að hið "betur" ígrundaða svar reyndist rangt.
Sagt er frá rannsókn á vef BBC þar sem þátttakendur í rannsókn stóðu sig þeim mun betur sem minni tími var til umhugsunar.
"University College London found making subconscious snap decisions is more reliable in certain situations than using rational thought processes.
Participants in the study were given a computer-based task and performed better when they were given less time to make their decisions."
Hvað var það nú annars sem ég vildi segja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2007 | 04:34
Stofnun ræktar nýja tegund stofnfrumna
Vísindamenn hafa fundið enn eina aðferð til ræktunar stofnfrumna og þetta sinnið aðferð sem ekki krefst þess að fósturvefur sé notaður til framleiðslunnar heldur frumur er finnast á sundi í legvatninu. BBC segir frá þessu en líklegt er að þetta verði síður til að styggja ofsatrúarmennina sem Bush hefur plantað í yfirmannstöður virtra heilbrigðisstofnana hér vestra (sem verður vonandi senn skolað út).
"Researchers successfully extracted the [stem]cells from the fluid that fills the womb in pregnancy and then grew them in lab experiments."
Ekki veit ég nú hversu fýsilegur þessi kosturinn er en ekki er áhættulaust að safna slíkum vökva. Kannski verður þó hægt að safna legvökvanum við fæðingu og brúka úr honum stofnfrumur til lækningar mannameina.
Annars er það ekki traustvekjandi er fréttamennirnir geta ekki einu sinni fari rétt með staðsetningu háskólans sem vann þessa vinnu. Síðast er ég vissi var Wake Forest University School of Medicine í Norður Karólínu en ekki Texas en vera má að hann hafi verið fluttur um helgina...
Hah...! Leit á BBC vefinn nokkrum mínútum seinna og nú er búið að flytja Wake Forest aftur til N. Karólínu. Jafnvel BBC (og ekki bara mogganum) getur orðið á í mysunni...
Heilsufar og mannamein | Breytt s.d. kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 04:08
Um ótímabæran dauða slædsfilmu
Í dag er ég hryggur því ég syrgi æskufélaga. Þ.e.a.s. Kodachrome 64 slædsfilmuna sem hefur staðið sem klettur við hlið mér um árabil. Það er ekki svo að skilja að hún sé endanlega dauð og horfin sjónum því enn mun hún framleidd. Það er bara frekar erfitt að vera sérvitringsfilma sem enn er framleidd og vita það að enginn hefur áhuga á að framkalla mann nema sérvitringur í Kansas. Reyndar skilst mér að enn sé opið Kodachrome lab í Japan en það er helvíti hart að þurfa að senda filmu einn og hálfan hring um hnöttinn til að fá hana framkallaða. Kodak sjálfur hefur gefið það út að þeir þvoi hendur sínar af ábyrgð til framköllunnar umræddrar eðalfilmu. Mig grunar reyndar að innan skamms muni Kodachrome 64 vera endanlega ýtt til hliðar rétt eins og risaeðlunum hér um árið. Allavega hafa þeir Kodak menn í Rochester, NY gefið hin loðnustu svör er þeir hafa verið spurðir. Eins og einhver sagði, "ætli það verði ekki bara sett inn Kodachrome fúnksjón í næstu útgáfu Photoshop".
A7: Sales of Kodachrome 35mm slide film continue. That being said, Kodak is constantly evaluating its product portfolio -- both digital and traditional -- to ensure that it is consistent with market demands."
Reyndar var framköllunnarstofa í Sviss en skúrkarnir hjá Kodak slógu hana af. Ég las það þó á Wikipedíu (sem alltaf er rétt, ekki satt?) að Evrópusambandið hefði spáð í að hlutast þar til um og koma starfseminni á lappirnar á ný.
"On 25 July 2006 extensive documentation about the impending closure of the Lausanne Kodachrome lab was sent to the European Parliament by the Dutch office of the European Parliament. Although Lausanne lies in Switzerland, not an EU-member state, the lab serves all of Europe and its discontinuation would seriously affect photography in Europe. Two parliamentary committees, one for Culture and Education, the other one for Internal Market and Consumer Protection will study the matter and may come up with solutions, with or without EU-subsidy."
Sennilega þykir ófínt að taka á slæds þessa dagana. Annars neita ég að gefast upp nema í fulla hnefana. Þrjóskast enn við að fá mér stafræna myndavél en hef leyft konunni að fá slíka. Var reyndar með síðustu mönnum til að fá mér farsíma og fartölvu.
Hvað er þetta annars með Kodachrome? Veit það ekki. Er ekki nógu mikill ljósmyndari til að vita það. Ég bara veit að þær þóttu fínar og óprúttinn maður sagði mér að gulir og rauðir litir væru hvergi betri, skærari og fallegri og því gleypti ég við. Hafði með herkjum uppá nokkrum rúllum um daginn er ég fór að skoða Miklagljúfur því fróðir menn höfðu sagt mér að gljúfrið og reyndar allt Arizona væru í Kodachrome litum. Mikið rétt enda tók ég myndir sem óður væri. Nú er bara að senda honum Dwayne í Kansas rúllurnar og sjá hvernig til tókst.
Og nei, ég er ekki á leið að fá mér stafræna myndavél....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)