Í hvert sinn sem þú skráir þig inn á Facebook þá gætirðu verið þáttakandi í rannsókn...

Ég verð nú seint talinn dyggur Facebook aðdáandi, til þess eru of fáar klukkustundir í sólarhringnum en ég verð að viðurkenna að fyrirbærið er bráðsnjallt. Sá í blöðunum um daginn að Facebook er gullnáma fræðinga þeirra er stúdera mannsins hegðun. Meðal annars "njósna" félagsfræðingar um nemendur ónefnds skóla á Austurströndinni og telja sig þannig fá einstaka sýn á tengslamyndun ungmenna ásamt mörgu öðru því er tíundað er í greininni. Mér hefur oft dottið það sama í hug með íslenska netmiðla, þ.e.a.s. að þar reyndist morg matarholan varðandi spennandi rannsóknarverkefni og sennilega eru íslenskir fræðimenn með puttana í því nú þegar.

Skyldi vera fylgst kerfisbundið með oss hér á moggabloggi...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband