911 og kærulausir feður...

Það var skemmtileg uppákoma hér á F Stræti í gærkveldi. Ég var uppi á lofti að leika við dótturina sem nýlega er orðin eins árs og grallari hinn mesti. Konan niðri að bardúsa eitthvað og klukkan að verða níu. Skyndilega er dyrabjöllunni hringt og konan fer til dyra. Þar stendur þungbrýndur laganna þjónn sem stígur inn í forstofuna og fer að litast um (að sjálfsögðu var allt á rúi og stúi enda verið að taka niður jólin á þessu heimili...). Löggi spyr hvort aðrir séu í heimili en konan og í kjölfarið erum við feðginin kölluð niður til að hitta laganna vörð. Það kemur upp úr kafinu að símtal barst til 911 (sem er það sama og 112 heima) og er símaverðir svöruðu þá heyrðist ekkert nema más og skruðningar. Löggan því gerð út í snarhasti að tékka á þessu. Það var ekki lítið sem ég varð vandræðalegur því að svona 10 mínútum áður hafði ég fylgst með dótturinni fikta við þráðlausa símann heima og gott ef ég hvatti hana ekki með ráðum og dáð enda að mínu viti gott að börn kynnist tækni nútímans sem yngst. Það kom upp úr kafinu að sú stutta hafði hringt á Neyðarlínuna og másað eitthvað í símann. Það var ekki lítið sem ég varð vandræðalegur fyrir framan lögregluþjóninn og hóf ég mikla afsökunarræðu. Löggi brosti í kampinn og sagði "don't worry, this happens all the time" og kvaddi hann okkur með virktum.

Það þarf ekki að taka það fram að hér eftir fá börn ekki að fikta með síma á þessu heimili... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband